Færslur: 2008 Apríl

22.04.2008 20:45

Stjórn ÁtVR 2008

Stjórn
Átthagafélags Vestmannaeyinga
á Reykjavíkursvæðinu
2008Formaður:
Guðný Helga Guðmundsdóttir
Vara formaður:
Sigurjón Sigurjónsson
Gjaldkeri:
Sigurjón Guðmundsson
Félagatal:
Elías Stefánsson
Ritari:
Bjarney Magnúsdóttir
Varastjórn:
Guðni Friðrik Gunnarsson
Hrafnhildur Hlöðversdóttir
Marta Guðjóns Hallgrímsdóttir
Vignir Sigurðsson
Tónlistastjóri:
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson


19.04.2008 18:05

Næsta söngæfing 8.maí.Næsta
söngæfing hjá Sönghóp ÁtVR, og jafnframt sú síðasta fyrir sumarfrí,
verður
fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20.00

Við erum á sama stað og venjulega, í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar
við Smiðjuveg 13a (gul gata) í Kópavogi.

 Gjaldið er kr. 600.- fyrir kvöldið

 Gott að taka með sér inniskó, ekki er farið á útiskónum inn í salinn.

 Sjáumst kát og hress!

13.04.2008 11:46

Sönghópur ÁtVR í æfingabúðir.


Á aðalfundi félagsins 2001, varpaði ein Eyjakona fram þeirri hugmynd að brottfluttir Vestmannaeyingar myndu hittast, safna saman Eyjalögum og textum og syngja.  Megintilgangurinn var að varðveita og halda lífi í þessum menningararfi okkar Vestmannaeyinga.

15. september 2005 varð sönghópur ÁtVR að veruleika undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar. Hópurinn var ekki mjög stór í byrjun, en hefur vaxið og telur nú hátt í sextíu söngfélaga sem hittast tvisvar í mánuði yfir vetrartímann og syngja saman. Þess utan hefur hópurinn komið fram við ýmis tilefni á vegum ÁtVR og fleiri aðila sem tengjast Vestmannaeyjum. Haustið 2007, tók Sönghópur ÁtVR þátt í norrænu vísnamóti í Svíþjóð, sem var ævintýri líkast.  

Þann 5. apríl s.l. fór sönghópurinn með stjórnanda sínum,
Hafsteini Grétari Guðfinnssyni, í þriðju vorferð sína að
Geysi í Haukadal, eyddi deginum í að æfa söng, bregða á leik og hafa það notalegt saman, í fögru umhverfi.

Fyrsta vorið vorum við tuttugu og fjögur, síðast liðið ár
tuttugu og átta, en nú 2008, slógum við fyrri met og vorum tæplega fimmtíu.

Þetta árið fengum við góðan liðstyrk,
Gísli Helgason, (átti afmæli þennan dag) flautuleikari og lagahöfundur
bætist í hópinn, ásamt Þórólfi Guðnasyni bassaleikara.

Sami bílstjóri hefur verið með okkur frá byrjun,
Þorsteinn Jónsson, ættaður frá Laufási.

Myndir frá Geysisferð í albúmi, niðurstöður í botnakeppni í pistlum.

07.04.2008 21:45

Sönghópur ÁtVR


 
Næsta söngæfing er 10. apríl.

Við höldum áfram að syngja okkur út úr skammdeginu og inn í vorið.
Við erum í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar,
Smiðjuveg 13 a (gul gata) Kópavogi.
 
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson leiðir hópinn af sinni alkunnu snilld.
 
Gjaldið er kr. 600 fyrir kvöldið (sem borgast jafnóðum fyrir hvert kvöld).
 
Gott að taka með sér inniskó, ekki er farið á útiskónum inn í salinn.
 
Það er nóg pláss ef fleiri félagar vilja koma og syngja Eyjalögin með þessum frábæra hóp.
 
Sjáumst kát og hress!

01.04.2008 20:59

Ný heimasíða ÁtVR

Kæru félagar .

Velkomin/n á nýju heimasíðuna okkar.

Eins og  fyrri heimasíða, er megin tilgangur hennar að koma upplýsingum til félagsmanna, um hvað sé á döfinni hverju sinni á vegum félagsins, á skjótan og auðveldan hátt, - ásamt því að setja inn myndir frá nýliðnum viðburðum.

Við munum halda áfram að setja inn myndir frá liðinni tíð, eftir því sem tími gefst til.

Ef  þið eigið myndir frá frá fyrri uppákomum félagsins, eru þær vel þegnar.

Einnig væri gaman að fá einhverja pistla/minnigarbrot innsenda, og mættu gjarnan fylgja myndir með.

Það er von okkar að þið hafið gagn og gaman af.

Stjórnin.

  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28534
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 16:48:02