Færslur: 2009 Maí

30.05.2009 21:58

Sölvaferð.

 

 

Stjórn ÁtVR hefur ákveðið að efna til Sölvaferðar  við Reykjanesvitann  laugardaginn 25 júlí n.k
en þann dag er áætlað að fjara verði  um kl: 14:30 við vitann.

 

Fyrirkomulagið verður þannig að hver og einn kemur sér á staðinn,
um kl. 13:30 og hefur meðferðis það sem til þarf  til sölvatínslu.
Einnig er gott að hafa einhverja hressingu meðferðis.

Gerum ráð fyrir að jarðskjálftum á svæðinu verði lokið
en fylgjumst með til vonar og vara.


En fyrst er það grillið, hlökkum til að sjá ykkur !
Nánari upplýsingar hér neðar á síðunni.

                                                                                                                                                                                                                                                     Stjórnin

30.05.2009 21:51

Leikir ÍBV í sumar

Leikir ÍBV í Pepsi deildinni sumar 2009


Prenvæn útgáfa:  Leikir sumar 2009.xls

17.05.2009 12:32

Grill

 

 

Kæru félagar.

 

Við ætlum að hittast og grilla saman laugardaginn 13. júní  n.k.  kl. 15.00-18.00

 

Staður, Félagsheimili starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur Elliðadal,

Rafveituvegi 20, 110 Reykjavík.

 

http://ja.is/kort/#q=index_id%3A492965&x=362333&y=404671&z=9

 

 

Þið komið með ykkar uppáhald á grillið, félagið skaffar kol

og stjórnin gerir grillið klárt.

Þeir sem geta eru hvattir til að taka með sér útilegu-borð og stóla.

 

Húla-hopp keppni

Teygju-twist

Snú snú

og fleiri skemmtilegir leikir frá síðustu öld. emoticon

 

Vonumst til að sjá sem flest ykkar með gítarinn, flautuna, harmonikkuna....

og að sjálfsögðu hið eina sanna Eyjaskap.

 

Bréf til félagsmanna verður sent í pósti eftir Hvítasunnu.

                       

Takið daginn frá!

 

Stjórnin.
  • 1
Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28381
Samtals gestir: 1897
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 04:37:19