Færslur: 2009 Júní

17.06.2009 21:08
Grillið 13. júní s.l. tókst í alla staði vel, þrátt fyrir að nokkrir dropar féllu úr lofti af og til.

Eyjaskapið í fallegu umhverfi, góð aðstaða í og við félagsheimilið,
var að sjálfsögðu lykillinn að því.

Óhætt er að segja að Húla-hopp hafi slegið í gegn.

 

Eins og kom fram í fréttatilkynningu  var keppni í fullorðins og barnaflokki.

Voru margir sem rifjuðu upp gamla Húla-hopp takta

og voru sko.. ekki, búnir að gleyma neinu.

 

Hart var barist um tíma í flokki fullorðinna, en að lokum

fór Sigfríð Hallgrímsdóttir  með sigur af hólmi,
eftir harða keppni við Bylgju Sigurjónsdóttur.
Hyggjast þær eiga æfa vel fyrir næstu viðureign,
sem áætlað er að verði að ári.

Við bíðum spennt.


Óskum þeim til hamingju með góða frammistöðu og drengskap í leik.

 

Í flokki barna voru tvær ungar meyjar hnífjafnar,

þær Jóhanna Sigurðardóttir og Sara Líf Sæþórsdóttir.

Óskum þeim einnig hjartanlega til hamingju.

 

Verðlaunin voru í boði Gullskóga, einnig fengu öll börn glaðning frá Eymundsson.

Þakkar félagið þeim veittan stuðning.


Heyrðust nú einhverjar raddir eftir á, að þeir hefðu nú tekið þátt
og "tekið þetta" ef þeir hefðu vitað að verðlaun væru í boði.
Skrá sig bara næst, í tíma.
 

Myndir frá grillinu eru albúmi.

 

Einnig eru nokkrar myndir frá lokahófi sönghóps um kvöldið.

Söngfélagar þakka Bjarney og Herði fyrir frábærar móttökur.

 

Bestu þakkir til þeirra sem sent hafa myndir frá atburðum dagsins.

 

Næst á dagskrá félagsins er sölvaferðin 25. júlí.

(Nánari upplýsingar hér neðar á síðunni)                       

 

Vonumst til að sjá sem flest ykkar þar !

Stjórnin.

06.06.2009 10:55

Kæru félagar.

 

Um þessar mundir er ykkur að berast bréf  varðandi það sem framundan er

á vegum félagsins.

 

Minnt verður á hverju sinni fyrir hvern atburð með tölvupósti til þeirra sem hafa sent okkur netföngin sín.

 

Hvetjum ykkur sem ekki eru að fá tölvupóst, en eru með netfang að senda okkur það.

 

Einnig uppfærum við hér á heimasíðunni, nánari upplýsingar og/eða ef einhverjar breytingar verða á áður auglýstum viðburði.

 

Bréf verður sent út aftur í september.

 

Vekjum athygli á að nýskráningu í félagið er hægt að nálgast á forsíðu.

 

Framundan er þetta helst:

  • 1
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28329
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 03:09:25