Færslur: 2009 Júlí

25.07.2009 22:21

Vel heppnuð sölvaferð!

Fyrsta sölvaferðin á vegum félagsins tókst með eindæmum vel.

Yndislegt veður var við Reykjanesvitann og gaman að sjá hve mikið að ungu fólki mætti á svæðið.

Voru allir sammála um að endurtaka að ári.Ef þið smellið á linkinn hér fyrir neðan, má heyra hljóðupptöku af viðtali sem Gísli Helgason átti við Hörð Baldvinsson um söl og sölvatínslu.

http://atvreyjar.123.is/flashvideo/viewvideo/19302/

Einnig má sjá myndir frá deginum í albúmi.

Hafið öll kærar þakkir fyrir samveruna í dag.
Þetta var frábært!!

Stjórnin.21.07.2009 22:08

SölvaferðinFélagar og aðrir Eyjamenn.!

 

Minnum á Sölvaferðina við Reykjanesvitann laugardaginn 25. Júlí nk.

Áætlað er að fjara verði um kl. 14:30 við vitann.

 

Hver og einn kemur sér á staðinn um kl. 13:30
og hefur meðferðið það sem til þarf til sölvatínslu.Nauðsynlegt er að koma í stígvélum og hafa með sér léreftspoka eða stórt koddaver undir sölina.

Gott að vera með hanska sem eru með gúmmí inni í lófanum ( svona til að hlífa höndunum við skrámum). Einnig er þægilegt að vera með plastkörfu til að tína sölina í fyrst og flytja hana síðan í léreftspokann. Með því móti þarf ekki að dröslast með þungan og blautan léreftspoka í eftirdragi í fjörugrjótinu.

 

Fjaran er að sjálfsögðu grýtt ( annars væri engin söl) og að það er dálítið bratt niður í hana.

Einnig þarf fólk að klæða sig eftir veðri, það getur verið svalt þarna við sjóinn.

 

Gott að hafa einhverja hressingu meðferðis.

Prentvæn útgáfa.
Leiðbeiningar að Reykjanesvita.doc

Sjáumst !!

Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28369
Samtals gestir: 1896
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 04:15:18