Færslur: 2009 Nóvember

21.11.2009 00:28

5 Desember kl. 13:00-16:00


Þökkum frábærar viðtökur.

Fyrsta upplag er nú uppselt, 
annað upplag er tilbúið.
Við verðum í göngugötunni
í Mjódd, Álfabakka 14a, 109 Reykjavík,
og seljum diskinn
laugardaginn 5. Desember kl. 13:00-16:00


Flytjum nokkur lög kl. 13:30 og 14:30

Vonandi sjáum við sem flest ykkar !

Kærar kveðjur,
Sönghópur ÁtVR

14.11.2009 21:12

Í æsku minnar spor.


Í æsku minnar spor - Sönghópur ÁtVR

Söngur og tónlist skipar stóran sess í menningararfi okkar Vestmannaeyinga, þökk sé mörgum stórkostlegum tónlistarmönnum og texta/söngvaskáldum eins og t.d. Oddgeiri Kristjánssyni, Árna úr Eyjum og Ása í Bæ, svo að þeir þekktustu séu nefndir. Þeir skildu eftir sig óviðjafnanlegar perlur, í formi laga og ljóða, sem mörg urðu til í sambandi við hina árlegu Þjóðhátíð Vestmannaeyja og eru orðin landsþekkt.
 
Í vor ákvað Sönghópur ÁtVR að ráðast í upptökur á Eyjalögum
og gefa út geisladisk í tilefni 15 ára afmæli félagsins.
Upptökur fóru fram í Kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík og í HS-studíó. Alls voru hljóðrituð 15 lög og birtist afraksturinn á  diski sem nefndur er "Í æsku minnar spor". Nafnið er sótt í texta Ása í Bæ, Heimaslóð, og vísar til þess að flest lærðum við lögin á unga aldri meðan við bjuggum enn í Vestmannaeyjum. Við höfum haft ómælda ánægju af framtakinu og vonum að sem flestir hafi einnig gaman af. 

ÁtVR gefur diskinn út í samstarfi við Hljóðvinnsluna/Hljóðbók sem framleiðir hann og er hann nú tilbúinn. Disknum fylgir myndarlegur bæklingur með öllum textum sem sungnir eru og myndum úr starfi hópsins. Hlynur Ólafsson sá um hönnun umslags og umbrot,  forsíðuljósmynd tók Kristján Egilsson, en Frum ehf sá um prentun umslags. Allir þessir aðilar eru Eyjamenn og þökkum við þeim frábært samstarf og liðlegheit.
 

Diskurinn er til sölu hjá Hafsteini, söngstjóra.
[email protected]
sími 8613205


Sönghópur ÁtVR

  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28534
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 16:48:02