Færslur: 2010 Nóvember

23.11.2010 00:37

Aðventukvöld 2010

Aðventukvöld ÁtVR 2010                                   Seljakirkja Hagaseli 40, Reykjavík á götukorti.


16.11.2010 21:29

Boðið til frumsýningar.


Félagsmönnum ÁtVR boðið á frumsýningu Páll Steingrímsson býður félagsmönnum ÁtVR á frumsýningu nýjustu heimildamyndar sinnar er nefnist SÁ GULI.

Myndin er gerð með stuðningi nokkurra starfsmanna hjá Hafrannsóknarstofnun og Dr. Guðrúnar Marteinsdóttur.
 
Komið er að nýjustu vísindum um þenna sjávarbúa og kíkt undir yfirborðið til að fylgjast með háttum hanns. Brugðið er upp myndum af sjósókn og þeim veiðarfærum sem notuð eru, sem og vinnsluaðferðum og útflutningi. Stiklað er á sögu þorskveiða við landið, veiðilögjöf og mikilvægi þessarar auðlindar fyrir Íslendinga.

Frumsýnt verður í Háskólabíó, 
sal 3 kl: 17:00  föstudaginn 19. nóvember n.k.

Við hvetjum félagsmenn til að notfæra sér þetta höfðinglega boð.


                                          Páll Steingrímsson

Heimasíða kvikfilm.is

Um Pál Steingrímsson á Heimaslóð 

05.11.2010 13:38

Föruneyti GH heldur tónleika.

Föruneyti GH í Kiwanis laugardagskvöld:

- Flytja eigin lög og perlur úr ýmsum áttum

Tónleikarnir verða í Kíwanishúsinu og hefjast um kl. 22:30.

 
Tekið af: Eyjafrettir.is   Föstudaginn 05. nóvember
Föruneyti GH, sem kemur fram í Kiwanis á laugardagskvöldið, var stofnað í nóvember á síðasta ári gagngert til þess að koma fram á þjóðlagahátíðinni, Reykjavik folkfestival sem haldin var á Kaffi Rosenberg í mars síðastliðnum.
Þar á eftir hélt Föruneytið tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á menningarnótt og svo aðra á Kaffi Rosenberg í október. Föruneytið hefur fengið frábærar móttökur áheyrenda.

Tónlistin er að mestu frumsamin en þó fljóta með perlur frá Bítlunum, Oddgeiri og fleiri góðu tónlistarfólki. Auk þess er megnið af tónlist hljómsveitarinnar frumsamin. Þetta er ívaf af blokkflaujazzi, poppi og vísnasöng eins og hann gerist glaðastur og Eyjamenn þekkja. Föruneytið skipa  Gísli Helgason blokkflautur og söngur, Hafsteinn G. Guðfinnsson gítar, söngur og hljómsveitarstjórn, Þórólfur Guðnason bassi og söngur, Árni Áskelsson trommur og Ársæll Másson fer hamförum á gítar ásamt Hafsteini.

Lesa meira  á
Eyjafréttir.is


  • 1
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28568
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 17:09:38