Færslur: 2012 Mars
26.03.2012 15:04
Vefur Vestmannaeyja.
Vefurinn Vestmannaeyjar.is endurbættur.

Vefurinn er núna bæði aðgengilegri og skemmtilegri útlits. Hvet fólk til að kynna sér hvað þar er að finna því ýmislegt, bæði til gagns og skemmtunar má finna á vefnum.
Skrifað af vefstjóra.
20.03.2012 21:06
Útgáfutónleikar Tríó Glóða
Tríó Glóðir heldur útgáfutónleika í
Fríkirkjunni 24. mars kl. 18:00
Tríó Glóðir skipa Hafsteinn Þórólfsson söngvari, Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikara og Ingólfur Magnússon bassaleikari.
Á Facebókarsíðu þeirra segir m.a. að tríóið hafi verið stofnað til að leika lög Oddgeirs Kristjánssonar (1911-1966) tónskálds frá Vestmannaeyjum. Tríóið hefur rannsakað og útsett tónlist Oddgeirs og flutt á tónleikum víða um land. Á tónleikum fylgja gjarnan sögurnar af tilurð laga Oddgeirs og stiklað er á stóru um lífshlaup hans.
Á Facebókarsíðu þeirra segir m.a. að tríóið hafi verið stofnað til að leika lög Oddgeirs Kristjánssonar (1911-1966) tónskálds frá Vestmannaeyjum. Tríóið hefur rannsakað og útsett tónlist Oddgeirs og flutt á tónleikum víða um land. Á tónleikum fylgja gjarnan sögurnar af tilurð laga Oddgeirs og stiklað er á stóru um lífshlaup hans.
Tríóið Glóðir hefur lagt lokahönd á fyrstu breiðskífu sína og ber hún heitið Bjartar vonir.
Á plötunni eru þekktar perlur Oddgeirs Kristjánssonar í bland við minna þekktar auk þess sem tvö lög á plötunni hafa ekki áður verið gefin út, hvorki á nótum né hljóðupptöku. Sigríður Thorlacius syngur dúetta með Hafsteini á plötunni og mun einnig heiðra tónleikagesti með nærveru sinni og gullbarka.
Platan verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum á 2500 krónur.
Hægt er að nálgast miða á midi.is en einnig verður seldur aðgangur við dyrnar.
Miðaverð 2000 krónur.
Tríó Glóðir á Facebook, HÉR
Hljóðdæmi af diskinum BJARTAR VONIR HÉR
Skrifað af vefstjóra.
09.03.2012 15:01
Eyjakvöld 17. mars 2012
Eyjakvöld með sönghópnum BLÍTT OG LÉTT
laugardaginn 17. mars í Fjörukránni í Hafnarfirði. (Sjá kort)
laugardaginn 17. mars í Fjörukránni í Hafnarfirði. (Sjá kort)
Þar verður vakin upp þessi einstaka Eyjastemning og sönggleði sem sönghópurinn BLÍTT OG LÉTT hefur leitt á Kaffi Kró mánaðarlega undanfarin misseri. Oftast hefur verið fullt út úr dyrum á þessum kvöldum og dæmi þess að fólk komi frá fastalandinu til að upplifa stemninguna. Eyjalögin fallegu eru í aðalhlutverki, textum varpað á vegg svo allir geta sungið með.
Dagskráin hefst kl. 22:00
Almennt verð 1.500 krónur.
TILBOÐ í forsölu til Félagsmanna ÁtVR:
Sveppasúpa og brauð.
Gufusteiktur lambaskanki með kartöflumús og grilluðu grænmeti
(Réttur nr. 28 á matseðlinum, þeirra vinsælasti réttur.)
Skemmtun með sönghópnum Blítt og Létt.
Allur pakkinn á kr. 4.500.-
Þeir sem vilja nýta sér TILBOÐIÐ hringja í síma: 565 1213 og greiða með korti.
Eins er hægt að greiða í banka eða heimabanka með því að leggja 4.500 kr. inn á reikning hjá Fjörukránni og
prenta út kvittunina, sem gildir þá sem aðgöngumiði.
Leggið inn á reikning: 0101-26-736
Kennitala: 630490-1119
og senda bankakvittun í tölvupósti á; [email protected]
Merkið greiðsluna: atvrtilb
Frábært tilefni til að hittast yfir góðri máltíð, gleðjast við létt spjall og syngja saman fallegu Eyjalögin.
Hvað getur verið yndislegra?
Sönghópurinn Blítt og létt í góðri stemningu
Myndirnar fengnar að láni af Facebook-síðu hópsins
Facebook-síða BLÍTT OG LÉTT
Blítt og Létt í Kaffi Kró, Ísland í dag, 4. febrúar 2012
Fjörukráin vefsíða hér
Skrifað af vefstjóra.
- 1