Færslur: 2012 Apríl

29.04.2012 23:16

Tónleikar 12. maí 2012


Sönghópur ÁtVR heldur tónleika.

Sönghópur ÁtVR

Sönghópur ÁtVR heldur tónleika
laugardaginn 12. maí kl. 15
í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56.  (Sjá kort)

Fimm manna hljómsveit leikur með Sönghópnum. Gísli Helgason
Fyrri hluti tónleikanna verður tileinkaður
Gísla Helgasyni og lögum hans

en í seinni hlutanum
verða flutt ýmis Eyjalög.


Stjórnandi er
Hafsteinn G. Guðfinnsson.
 Hafsteinn Guðfinnsson

Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn
og kostar miðinn 2000 krónur.


Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sönghópur ÁtVR.

23.04.2012 15:40

Skýrsla formanns ÁtVR 2012Skýrsla stjórnar Át.V.R 2012


Bjarney Magnúsdóttir, formaður.
Bjarney Magnúsdóttir, flytur skýrslu stjórnar.


Kæru félagsmenn og gestir.

 Starf Át.V.R starfsárið 2011-2012 gekk vel og er það ánægjulegt að sjá hversu margir félagar og gestir sækja uppákomur sem félagið stendur fyrir.

Þann 29 mars  var síðasti aðalfundur félagsins haldin og sóttu þann fund rúmlega 80 félagar.

Eins og undanfarin ár þá er öflugt starf innan Sönghóps Át.VR. En að meðaltali sækja 30-40 félagar æfingar hverju sinni. Þann 14 maí 2011 hélt Sönghópurinn tónleika í kirkju Óháða safnaðarins fyrir fullu húsi.

Haustið 2011 tók stjórnandi Sönghópsins, Hafsteinn Guðfinnsson, sér frí vegna anna á öðrum vettvangi. En kórfélagar létu það ekki aftra sér frá því að hittast og syngja saman. Leitað var til Þórólfs Guðnasonar, Gísla Helgasonar og Guðjóns Sigurbergssonar eða Gutta eins og við þekkjum hann best og þeir beðnir að hlaupa í skarð Hafsteins. Eins og þeirra var von og vísa urðu þeir við þeirri bón og tóku það allir fram að þeir ætluðu ekki að vera stjórnendur. Í stað þess að syngja Eyjalögin voru ýmis uppáhaldslög kórfélaga kyrjuð sem og Bítlalögin sígildu.

Þann 12 janúar endurheimti Sönghópurinn svo stjórnanda sinn að nýju og æfingar hófust og var stefnan sett á tónleika sem verða þann 12 maí næstkomandi í kirkju Óháða safnarðarins.

Árlegt fjölskyldugrill var haldið í Gufunesbæ þann 18 júni 2011. Að þessu sinni var ákveðið að vera með grillið frá kl. 17:00-22:00 og gafst það vel.

Útisvæðið við Gufunesbæinn hentar okkur mjög vel. Bæði vegna þess hversu barnvænt það er, en einnig vegna þess, að ef veður er ekki nægilega gott, getum við verið inni í hlöðunni. Fjölskyldugrillið var þokkalega sótt en við vorum í samkeppni við Kvennahlaupið þennan dag.

Árleg Sölvaferð sem átti að verða þann 2 júlí 2011 varð að fresta sökum veðurs þann dag. Fyrirhugað var að reyna seinna en ekki gafst tækifæri til þess að þessu sinni.

Aðventukvöld félagsins var haldið 8 desember 2011 og var það haldið eins og áður í Seljakirkju. Góð aðsókn var á aðventukvöldið og var þetta mjög notaleg stund. Að venju var boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu í lokin þar sem félagsmenn gátu spjallað saman og rifjað upp gömul kynni.

Þann 22 janúar var Goskaffi félagsins haldið í annað sinn. Að þessu sinni var það haldið á Volcano House. Mjög góð aðsókn var á Goskaffið og er ljóst að þessi uppákoma er mjög vinsæl af félagsmönnum og öðrum Vestmannaeyingum sem upplifðu eldgosið. Að þessu sinni var það Guðbjörg Sigurgeirsdóttir sem rifjaði upp minningar sínar frá gosinu og fermingarundirbúningi fermingarbarna frá Vestmannaeyjum sem fór fram á Flúðum og endaði með fermingu í Skálholti. Guðmundur Sigfússon var með myndasýningu í bíósalnum á Volcano House og þurfi að endurtaka sýninguna til að allir gestir kæmust að.

Auk þessarar uppákoma hefur stjórn félagsins leitast við að auglýsa á heimasíðu félagsins ýmsar menningartengdar uppákomur sem tengjast Eyjunum á einhvern hátt, þó svo að félagið standi ekki sjálft fyrir þeim. Því er gaman að sjá þegar fylgst er með heimasíðu félagsins þá er það í nær  hverjum mánuði síðastliðins starfsárs sem eitthvað var um að vera sem gæti höfðað til Eyjamanna á Höfðuborgasvæðinu. Umsjónarmaður heimasíðunnar er Elías Weihe Stefánsson.

Meginmarkmið stjórnar þetta starfsárið var að efla aldursdreyfingu innan félagsins í þeim tilgangi að auka virkni innan þess. Leiðin að því markmiði var m.a  að setja upp fésbókarsíðu sem Jóhanna Hermansen hefur umsjón með.  En síðan á nú 1131 vin. Stjórnarmenn hafa einnig haft  samband við svokallaða árgangs tenngiliði í félaginu, í þeim tilgangi að fá þá til að hafa samband við fólk í sínum árgangi og hvetja það til að ganga í félagið.

Það er ánægjulegt að sjá að góð umferð er bæði um heimasíðuna  og fésbókarsíðuna og því er nokkuð ljóst að áhugi er fyrir starfsemi félagsins.

Fyrir hönd stjórnar vil ég  að lokum þakka félagsmönnum fyrir góða þátttöku í  starfsemi  Át.V.R á starfsárinu og vona að næsta starfsár verði félagsmönnum tilefni til ánægjulegra samverustunda á uppákomum félagsins.


Bjarney Magnúsdóttir,
formaður Át.V.R.16.04.2012 22:27

Aðalfundur 2012

Hér er Kiwanishúsið í Kópavogi,

(Sjá götukort).
08.04.2012 17:41

Vorboðar


Ljúfir vorboðar!

Lóan er komin og Herjólfur siglir til Landeyjahafnar, þá er vorið komið!

Ekki er dýpið nægjanlegt ennþá í höfninni, því verður að sæta lagi og sigla eftir sjávarföllum.

Á Facebook-síðu Herjólfs má nálgast nýjustu fréttir af ferðum skipsins,

sjá Facebook- síðuna HÉR
.

Herjólfur  • 1
Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28599
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 17:30:42