Færslur: 2012 Júní

29.06.2012 11:16

Sölvaferð ÁtVR 2012


Sölvaferð ÁtVR

miðvikudaginn 11. júlí 2012. 
Kl. 17:30 verður farið með rútu í boði félagsins,  

frá Mjódd, Álfabakka 8, (bílastæði við Bíóborgina).


Eins og í fyrri ferðum verður haldið 
að Reykjanesvita (kort)
þar sem
 
aðstæður eru ágætar til sölvatínslu
og aðgangur flestum fær.


Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 4. júlí
á heimasíðu ÁtVR eða [email protected]

 

Hver og einn kemur með sinn útbúnað til sölvatínslu t.d. léreftspoka undir sölina, hníf, stígvél og hanska. Þar sem ferðin getur tekið um 4 klst. er rétt að taka með sér nesti.Snjallt er að tína sölina fyrst í plastkörfu svo sjórinn renni vel af henni áður en hún er sett í léreftspoka sem verður þá mun léttari í burði.
 

Að sjálfsögðu klæða sig allir eftir veðri, og eru við öllu búnir!


ATHUGIÐ! 
Verði veður óhagstætt eða þátttaka dræm getur ferðin verið felld niður.


Reiknað er með lágfjöru við vitann kl. 18:06


Kort af Reykjanesi á ja.is


Leiðbeiningar að Reykjanesvita á Word skjali.


Fróðleikur um SÖL á vefnum Heimaslóð.


Nokkrar myndir frá fyrri sölvaferðum.

 

15.06.2012 14:59

TILBOÐ - Bjartar vonir vakna.

BJARTAR VONIR VAKNA -
TILBOÐ í forsölu.


Bjartar vonir vakna.  Afmælistónleikar í  tilefni 100 ára afmælis Oddgeirs Kristjánssonar í Hörpu 16. nóvember s.l. eru komnir í fullri lengd á DVD og CD.

Fremsta tónlistarfólk þjóðarinnar flytur tónlist Oddgeirs í sérstakökum hátíðarbúningi.
Helgi Björnsson, Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyþór Ingi, Margrét Eir, Íris Guðmundsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson syngja öll vinsælustu lög Oddgeirs auk laga sem heyrast allt of sjaldan. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson setur lögin í sparibúning og í anda Oddgeirs og stýrir einnig 15 manna stórsveit.

Á diskunum eru tónleikarnir í heild sinni.
RÚV sýndi töluvert stytta útgáfu af þeim, án allra innskota, myndefnis og fróðleiks.

Félagsmönnum ÁtVR  býðst að kaupa í forsölu þessa glæsilegu geisladiska saman í pakka,
DVD og CD á krónur 3.500,- rétt verð er kr. 3.990,-

 

Þeir sem vilja nýta sér þetta tilboð
          geta sent póst merktan: átvr-tilboð, til:
[email protected]15.06.2012 14:50

Tilboð á tónleika Bjartmars

Bjartmar Guðlaugsson
býður félögum ÁtVR
afslátt á afmælistónleika sína

sem verða 16. júní nk. í Háskólabíó og byrja tónleikarnir kl. 20.00

Í venjulegri sölu hjá midi.is kostar miðinn kr. 3.990 en
félagsmönnum ÁtVR er boðinn miðinn á kr. 3.000.

Kóðinn er "ATTHAGAFELAG" ekki ert hægt að nota Á og/eða É


Til að kaupa miðann á afslætti:

Farðu inná midi.is,
veldu þér miða til kaups og í auða reitinn í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: ATTHAGAFELAG

Smelltu á "Senda" og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið.

ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur.

Með bestu kveðju,
Bjartmar Guðlaugsson

12.06.2012 03:05

Fjölskyldugrill ÁtVR 2012
FJÖLSKYLDU-GRILL ÁtVR 2012
Laugardaginn 23. júní kl. 17:00 - 22:00
við Gufunesbæ.   (
Sjá kort hér. )

Félagsmenn hittast við grillið, spjalla,
syngja og eiga saman góða kvöldstund.Eins og undanfarin tvö sumur ætlum við að hittast við Gufunesbæ,
nýta okkur frábæra aðstöðu á svæðinu, sem hentar okkur mjög vel.

------------------------------------

 

Stórt og gott grill ásamt borðum og bekkjum.

Félagið sér um kol og borðbúnað en
f
élagsmenn koma sjálfir með grillmat og
meðlæti, ásamt drykkjarföngum að eigin vali.

   

-------------------------------------------------------

Klifur í öryggislínu fyrir krakkana, í gömlum súrheysturni.

Undir stjórn starfsmanns ÍTR, svo alls öryggis sé gætt.

    

Auk þess er Strandblak-völlur og Folf-völlur.

         

Hjólabrettapallar og mörg önnur leiktæki eru á svæðinu.Stórt túnið gefur ýmsa möguleika, t.d. til boltaleikja.-------------------------------------------------------

Bregðist blíðan þá er mjög gott húsaskjól að hverfa til, í "Hlöðunni".Hvetjum alla hljóðfæraleikara til
að mæta með sínar græjur,

  þau eru ekki mörg átthagafélögin sem
eiga söngelskari félagsmenn.

 

Nú fjölmenna félagsmenn og
taka með sér fjölskyldu og vini.


Hér er skemmtilegt myndband til kynningar á starfseminni í Gufunesbæ, 
gefur hugmynd um hvað svæðið býður upp á. 
Smelltu hér!

 
 

  • 1
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28568
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 17:09:38