Færslur: 2013 Mars

28.03.2013 02:08

1973 Í BÁTANA

1973 Í BÁTANA

Flutningur búslóða og bíla 1973
Mynd fengin að láni af Facebook-síðunni; Heimaklettur.


1973 Í BÁTANA er einstaklega áhugaverð Facebook-síða hugsuð sem vettvangur fyrir eyjamenn til að lýsa sinni upplifun þegar þeir yfirgáfu Vestmannaeyjar gosnóttina örlagaríku 1973. Auk þess er verið að skrá nafnalista farþega í hverjum báti. Frábært framtak sem allir eyjamenn ættu að kynna sér og skrá sínar ferðir þessa nótt.

Þessu til stuðnings hefur verið opnuð bloggsíða þar sem þeir bátar sem fluttu fólkið til lands eru skráðir í stafrófsröð, til að auðvelda fólki að finna sinn bát. 

Hvetjum ykkur til að skoða þessar fróðlegu vefsíður.05.03.2013 08:38

Aldarafmæli Árna úr Eyjum.


Árni Guðmundsson - Árni úr Eyjum, fæddist 6. mars 1913 og lést 11. mars 1961, hann hefði því orðið 100 ára þann 6. mars næstkomandi.

 

Af því tilefni verður haldið málþing í Kaffi Kró, Tangagötu 7, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00 - Allir velkomnir.

Árni úr Eyjum  


Árni úr Eyjum er væntanlega þekktastur fyrir ljóðaperlur sínar við lög Oddgeirs Kristjánssonar, einkum þjóðhátíðarlög eins og Ágústnótt, Blítt og létt (Sigling), Bjartar vonir vakna (Vor við sæinn) og Kveikjum eld, svo einhver séu nefnd.

Árni kenndi við Barnaskóla Vestmannaeyja, sat í bæjarstjórn, m.a. sem forseti bæjastjórnar og var vel virkur í félagsmálum Eyjanna.

Eiginkona Árna var Ása Torfadóttir.

 

Hér er tengill á skemmtilegan pistil Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar á; nafar.blogg.is

Hér er tengill á Heimaslóð:  Árni úr Eyjum  • 1
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28329
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 03:09:25