Færslur: 2013 Apríl

15.04.2013 02:43

Dagur - Gísli Helgason


Gísli Helgason - 
Dagur

Dagur - Gísli Helgason

 
Gísli Helgason

 

Okkar kæri ÁtVR félagi Gísli Helgason, blokkflautuskáld varð 60 ára á síðasta ári, af því  tilefni gaf hann út geisladiskinn DAGUR, einstaklega vandaðan grip sem inniheldur 11 lög. Flest eru lögin frumsamin en auk þeirra eru þekktar tónsmíðar eftir aðra, eins og Bourrée - J. S. Bach, Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Vikivaki eftir Jón Múla Árnason og ein af mörgum perlum Oddgeirs Kristjánssonar; Ég veit þú kemur.

Ólafur Þórarinsson, (Labbi í Glóru) sá um að útsetja tónlistina ásamt Gísla, auk þess að stjórna upptökum og hljóðblöndun. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna kemur að plötunni.

Hér er á ferðinni diskur sem hiklaust er hægt að mæla með og sjálfsögð viðbót í safn allra sem unna góðri tónlist.

Diskurinn fæst á vefsíðunni; hljodbok.is - Þar má heyra hljóðdæmi af diskinum.  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28534
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 16:48:02