Færslur: 2015 Maí

30.05.2015 10:51

Blátoppur


Blátoppur - Ósk Laufdal skrifar og myndskreytir


Blátoppur- Bókarkápa


Nýlega kom út barnabókin Blátoppur, saga um þrjá litla   ísbjarnarhúna; Blátopp, Birnu og Bjart.
Þetta er þriðja barnabókin sem Ósk Laufdal skrifar og myndskreytir, áður hafa komið út bækurnar Ísbjörninn Óskar og Ævintýri á Klakaströnd.  Með útgáfu bókanna styrkir höfundurinn Kanadísku góðgerðarsamtökin Polar BearsInternational, þau samtök vinna að rannsóknum á bráðnun hafíss á norðurslóðum og þau áhrif sem þær breytingar hafa á ísbirni.08.05.2015 12:05

Mikið um að vera hjá Eyjafólki

Mikið um að vera hjá Eyjafólki

 Blítt og Létt - Eyjakvöld á Selfossi 8. maí 2015

Blítt og létt - Eyjakvöld á Selfossi í kvöld 8. maí og undir Eyjafjöllum laugardaginn 9. maí

Blítt og Létt hópurinn sem er kunnur fyrir sínar einstöku söngskemmtanir verður með Eyjakvöld í Hvíta húsin á Selfossi í kvöld 8m maí. og í Gamla fjósinu undir Eyjafjöllunum laugardaginn 9. maí. Að venju verður textum varpað á tjald þannig að allir geti sungið með. Gleðin hefst kl. 22:00 - Verð á söngvakvöldin er kr. 2000.- 
Borðapantanir fyrir matargesti í Gamla fjósinu í síma 487-7788

 

Bjartmar Guðlaugsson

Málverkasýning Bjartmars í Gallerí Firði, Hafnarfirði.

Í kvöld, föstud. 8. maí kl. 20:00 spilar Bjartmar nokkur fjölmargra laga sinna á efri hæðinn í Firði.

Sýningin stendur út maímánuð. Frá 16.00-18.00 þriðjud. - föstud. en á laugardögum til kl. 16.00 og lokað á sunnudögum og mánudögum. Málverkasýning mín er í Gallerí Firði, Hafnarfirði og er opin til kl. 22.00 í kvöld og til kl. 16.00 á morgun laugardag. Í kvöld mun ég spila nokkur lög kl. 20.00 og Bjarni Ara kl. 20.30 á efri hæðinni í Firði.

 

Lokakaffi Kvenfélags Heimaeyjar 10. maí 2015

Lokakaffi Heimaeyjar 10. maí.

Kvenfélagið Heimaey heldur árlegt "Lokakaffi" sunnudaginn 10. maí, frá kl 14:00-17:00 á Grand Hótel, Sigtúni 38.
Allur ágóði rennur til líknarstarfa félagskvenna.

 

 

Gunnhildur Hrólfsdóttir

Þær þráðinn spunnu.
Sunnudaginn 10. maí rennur út tækifærið að skrá sig fyrir sérstöku eintaki af bókinni sem Gunnhildur Hrólfsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur er með í smíðum; Þær þráðinn spunnu. Sýnishorn af sögu kvenna í Vestmannaeyjum frá 1835 til 1980. Bókin er um 460 blaðsíður, myndskreytt og prentuð á vandaðan pappír með harðspjaldakápu og gylltri áletrun.Málverkasýning - Jóhanna Hermansen og Ósk Laufdal í Café Mezzo, Iðuhúsinu

 

Eyjakonur með samsýningu til mánaðarmóta.

Málverkasýningin sem Eyjakonurnar Jóhanna Hermansen og Ósk Laufdal halda í Café Mezzo, Iðuhúsinu við Lækjargötu 2a. stendur til  31. maí. Allir eru velkomnir.

 

 

 


.

  • 1
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28369
Samtals gestir: 1896
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 04:15:18