Færslur: 2016 Desember

08.12.2016 20:38

Eyjamenn keppa í Útsvari.

Vestmannaeyjar mæta Kópavogi í sívinsælli spurningakeppni RÚV, Útsvari n.k. föstudag  9. des. kl. 20:00

Lið Vestmannaeyja skipa Gunnar K. Gunnarson, Gunnar Geir Gunnarsson  og Sædís Birta Barkardóttir. Feðgarnir Gunnar K. og Gunnar Geir hafa báðir keppt áður en Sædís Birta er ný í liði eyjamanna. Þess má geta að Gunnar Geir var í fræknu sigurliði ÁtVR í Spurningakeppni Átthagafélaganna 2015 og Sædís Birta er gjaldkeri ÁtVR.

Gunnar K. Gunnarsson      Gunnar Geir Gunnarsson      Sædís Birta Barkardóttir

  Gunnar K. Gunnarsson                 Gunnar Geir Gunnarsson             Sædís Birta Barkardóttir


Þess má geta að öllum er velkomið að mæta í sjónvarpssal og vera viðstödd útsendinguna, á meðan húsrúm leifir. Mæta skal hálftíma fyrir útsendingu. 

01.12.2016 03:35

Litla lundapysjan, komin á tólf tungumál.

Litla lundapysjan, komin á tólf tungumál.

Hún fer víða Litla lundapysjan, bókin sem Hilmir Högnason frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum skrifaði fyrir barnabörnin. Bókin er komin út á tólf tungumálum, sem er ekki algengt meðal íslenskra barnabóka. Bókin sem er 24 blaðsíður er ákaflega fallega myndskreytt af Gunnari Júlíussyni, sem einnig er Vestmannaeyingur. 
Litla lundapysjan kom fyrst út árið 2012.
Bókina má nálgast hjá Penninn/Eymundsson, um allt land.

Sögusviðið er Vestmannaeyjar og byggir á sönnum atburðum sem svo margir kannast við, því svo lengi sem elstu menn muna hefur þetta verið stór hluti af tilverunni í þessu litla samfélagi. 
Sagan segir frá því er lítil lundapysja skríður úr eggi sínu og ætlar að fljúga til hafs í leit að æti en lætur glepjast af ljósunum í bænum og lendir því í ýmsum óvæntum ævintýrum. En til allrar hamingju vilja börnin í bænum gera allt til að bjarga litlu lundapysjunni og koma á haf út.


      Hilmir Högnason frá Vatnsdal í vestmannaeyjum.                      
Höfundur bókarinnar Hilmir Högnason,
f.27.08.1923 - d.05.12.2014       Vestmanneyingurinn Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður, myndskreytti bókina.

Gunnar Júlíusson,
grafískur hönnuður myndskreytti bókina.


  • 1
Flettingar í dag: 299
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28568
Samtals gestir: 1898
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 17:09:38