Færslur: 2017 September

21.09.2017 18:52

Karlakór Vestmannaeyja á Stöð 2

Karlakór Vestmannaeyja

í beinni útsendingu á Stöð 2

sunnudagskvöldið 24. sept. kl. 19:10 Karlakór Vestmannaeyja


KÓRAR ÍSLANDS er átta þátta röð sem hefst á Stöð 2 sunnudaginn 24. September og verða þættirnir í beinni útsendingu. Í fyrsta þáttinn mætir Karlakór Vestmannaeyja.

 

Stöð 2 kynnir þættina svona:

KÓRAR ÍSLANDS

Stöð 2 | 19:10 - 20:15 | Þáttur 1 af 8

Skemmtilegur þáttur í beinni útsendingu þar sem kórar keppa um hylli dómara og í lok þáttaraðarinnar mun einn kór standa uppi sem sigurvegari og hljóta titilinn Kór Íslands 2017 ásamt því að hljóta vegleg verðlaun. Kynnir keppninnar verður Friðrik Dór Jónsson og dómnefndina skipa Ari Bragi Kárason, Kristjana Stefánsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir.

 

Umfjöllun á Visir.is 4.sept. 2017:      http://www.visir.is/g/2017170909926  • 1
Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28307
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 02:45:44