Gestabók

21.4.2014 kl. 15:13

Tónleikar ÁtVR 2014

Sæll Allan,
undanfarin ár hefur söngstjóri ÁtVR sent okkur þær upplýsingar sem hann vill koma á framfæri á vefsíðum félagsins. Þær verða settar inn um leið og þær berast.
Kveðja,
Elías.

21.4.2014 kl. 14:05

Tónleikar ÁtVR 2014 ?

nú er tæp vika í tónleika og ekki hósti né stunu um þá á Heimasíðunni né á Facebook !

Allan R.

12.12.2012 kl. 16:28

Dagur, nýr diskur Gísla Helgasonar

Nýlega gaf Gísli Helgason út hljómdisk sem fékk heitið Dagur. Á diskinum eru 11 lög. Flest lögin eru eftir Gísla sjálfan en einnig eru lög eftir aðra höfunda svo sem J. S. Bach, Magnús Blöndal Jóhannsson, Jón Múla Árnason, Sverri Stormsker og Oddgeir Kristjánsson.
Gísli valdi að setja blokkflautna í fyrirrúm, því öll lögin eru leikin á flautur en önnur hljóðfæri fá líka sinn sess og er fjölbreytni þeirra mikil. Þetta finnst mér mikill kostur og kominn tími til að Gísli fengi að njóta sín með sínum frábæra flautuleik. Lögin eru ljúf áheyrnar og í skemmtilegum útsetningum sem Ólafur Þórarinsson, Labbi í Glóru, gerði, en Gísli sjálfur lagði þar einnig hönd á plóginn. Labbi stjórnaði líka upptökum og hljóðblöndun og má glöggt sjá að þar er vanur og vandvirkur maður á ferð. Margir frábærir hljóðfæraleikarar leika á diskinum sem gefur lögunum mikla fjölbreytni.
Þessi diskur er virkilega skemmtilegur og hiklaust hægt að mæla með honum við alla sem kunna að meta góða tónlist en ekki síst við Vestmannaeyinga sem aldrei fá nóg af góðri Eyjatónlist.
Diskurinn fæst í fyrirtæki Gísla, hljodbok.is, og í plötuverslunum.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

12.12.2012 kl. 13:16

Bókin Eyjar og úteyjalíf

Út er komin bókin "Eyjar og úteyjalíf" með verkum Árna Árnasonar, símritara.

Sigurgeir Jónsson er einn af fjórum í útgáfunefnd bókarinnar."Við erum búin að hlakka til ¬þessarar stundar í rúm tvö ár," sagði Sigurgeir. "Upphaflega átti þetta að verða lítið kver en hefur undið upp á sig og er tæplega 500 blaðsíðna bók með úrvali þess sem Árni Árnason samdi og safnaði. Allt er þetta efni sem tengist atvinnuháttum og mannlífi í Vestmannaeyjum, ekki síst úteyjalífinu, og mörg gullkorn þarna að finna sem ekki hafa áður birst á prenti," sagði Sigurgeir.
Þessi bók, Eyjar og úteyjalíf, hefur inni að halda úrval þess sem Árni Árnason, símritari frá Grund í Vestmannaeyjum, skrifaði og safnaði saman á lífsleiðinni. Auk þess að vinna fullt starf á Símstöðinni, og stundum rúmlega það, var Árni einkar afkastamikill í því að skrifa og safna hvers kyns fróðleik sem tengdist Vestmannaeyjum. Hvað fyrirferðarmest af því efni er það sem tengist áhugamáli hans, úteyjum og lífinu þar, fuglaveiðum, ásamt viðamikilli samantekt um bjargveiðimenn í Vestmannaeyjum.
Árni var í hópi stofnenda Félags bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum, sem og átthagafélagsins Heimakletts sem m.a. hafði á sinni stefnuskrá að halda til haga ýmsum menningarverðmætum í Eyjum. Margt af efni bókarinnar er einmitt afrakstur þess starfs, ýmist skrifað af Árna sjálfum eða skráð af honum eftir öðrum.
Árni gerði marga bragi og lausavísur og sem dæmi orti hann það fræga ljóð " Á trillu ég fór með Trana.

Bókin fæst í verslunum Eymundsson, allavega í Austurstræti og kostar 6000 kr.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

19.7.2012 kl. 10:02

Tónleikadiskur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar

Á aldarafmæli Oddgeirs Kristjánssonar þann 16. nóvember 2011 voru haldnir tónleikar í Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu þar sem flutt voru lög Oddgeirs. Stjórnandi var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem útsetti lögin ásamt Kjartani Valdimarssyni. Mikið úrval söngvara flutti lögin með 15 manna hljómsveit. Gerðar voru upptökur af tónleikunum, bæði hljóð og mynd.
Nú eru tónleikarnir komnir út á DVD og CD diski í einum pakka. Myndarlegur 40 síðna bæklingur fylgir útgáfunni, með textum allra laganna. Auk þess er þar að finna ýmsa pistla og frásagnir um Oddgeir Kristjánsson. Fjöldi mynda prýðir bæklinginn bæði myndir úr myndasafni fjölskyldu Oddgeirs og myndir frá tónleikunum. Útgáfan er hin vandaðasta í alla staði. Bjarni Ólafur Guðmundsson gefur diskinn út en hann stóð einnig fyrir tónleikunum 16. nóv. 2011. Útgáfan er hin eigulegasta fyrir alla sem unna lögum Oddgeirs Kristjánssonar og verður til sölu i fjölmörgum verslunum um land allt.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

19.7.2012 kl. 9:51

Tónleikar Sönghóps ÁtVR

Sönghópur ÁtVR hélt tónleika í Kirkju Óháða Safnaðarins í Reykjavík þann 12. maí s.l. Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru lög eftir Gisla Helgason blokkflautuleikara sem varð sextugur í apríl á þessu ári. Gísli er einn af félögunum í Sönghópi ÁtVR. Á seinni hluta tónleikanna voru flutt ýmis lög frá Vestmannaeyjum.
Tónleikarnir tókust mjög vel og var gerður góður rómur að söng og hljóðfæraleik. Um 100 manns sóttu tónleikana.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

31.5.2011 kl. 11:05

Tónleikar Sönghóps ÁtVR

Sönghópur ÁtVR hélt tónleika í Kirkju Óháða Safnaðarins í Reykjavík þann 14. maí s.l. Rúmlega helmingur efnisskrárinnar voru lög eftir Oddgeir Kristjánsson sem á aldarafmæli á þessu ári. Tónleikarnir tókust mjög vel og var gerður góður rómur að söng og hljóðfæraleik. Um 130 manns sóttu tónleikana.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

10.4.2011 kl. 21:59

Sæll og blessaður Hjörtur.

Takk fyrir innlitið og góða ábendingu, við erum að vinna að úrbótum á nafngreiningu myndefna sem vonandi koma fram smátt og smátt á næstu vikum. Það er gaman að vita að Eyjamenn víða um heiminn líta við á þessum vef, það hvetur okkur áfram til að gera betur. Bestu kveðjur til ykkar.

Fyrir hönd stjórnar ÁtVR, Elías.

13.10.2010 kl. 23:22

Komid thid oll blesud og saell.

Eg var ad skoda mindirnar hja ikkur og mer finst ad thid thurvid ad sedja nofnin inn a mindirnar.Eg hef ekki sed ikkur i 30 ar svog eg thekk engan,thad verdur eins eftir onnur 30 ar tha eiga eyjamenn ervit med ad thekja ikku.Kvedja Hjortur.

Hjortur Sveinbjornsson

Saint Helens OR. USA.

7.9.2010 kl. 12:08

ÍBV-KR-Pakkatilboð fyrir Eyjamenn á fastalandinu

Á Hásteinsvelli sunnudaginn 12. September kl. 18:00.

ÍBV tekur á móti KR næstkomandi sunnudag. Þetta er sannkallaður stórleikur og munu Eyjamenn nær og fjær því koma saman á Hásteinsvelli og styðja sitt lið til dáða.
Boðið verður upp á pakkatilboð fyrir Eyjamenn á fastalandinu sem vilja koma á leikinn. Hægt verður að fá miða með Herjólfi frá Eyjum kl. 21:00 á sunnudeginum, miða á leikinn, ásamt hamborgara og Pepsí á leikdag í Týsheimilinu á 3000 kr.
Takmarkaður fjöldi miða er í boði og er um að gera að skrá sig tímanlega. Skráning fer fram í Týsheimilinu á skrifstofutíma í síma 481-2060 eða með því að senda tölvupóst á [email protected] Skráningu lýkur á föstudaginn.
Upplýsingar um afhentingu miða við skráningu.
Upphitun og ÍBV Stemmning verður í Týsheimilinu fyrir leik. Nánar um það síðar.

Trausti Hjaltason

7.9.2010 kl. 9:54

ÍBV-KR í Eyjum á sunnudag

Nú styttist í stórleikinn ÍBV-KR á sunnudaginn hjá strákunum.. Stelpurnar búnar að klára sitt og nú er komið að peyjunum.
Við erum búnir að setja saman smá pakkatilboð fyrir Eyjamenn á fastalandinu sem vilja koma á leikinn.
Síðan erum við að sjóða saman góða dagskrá fyrir sunnudaginn, nánar um það síðar.

Bestu kveðjur,

Trausti Hjaltason. Framkvæmdarstjóri knattspyrnuráðs ÍBV E-mail: [email protected] Sími: 481-2060

Trausti Hjaltason

6.5.2010 kl. 12:42

Flottir tónleikar í Eyjum

Sönghópur ÁtVR hélt flotta tónleika í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þann 1. maí fyrir troðfullu húsi (200 manns). Frábær andi ríkti í húsinu og voru áheyrendur ánægðir með sönginn. Um kvöldið hélt hópurinn uppskeruhátið eftir veturinn með skemmtiatriðum og dansi og borðaði frábæran mat frá Einsa kalda.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

9.4.2010 kl. 13:31

Tónleikar Sönghóps ÁtVR

Sönghópur ÁtVR ráðgerir að halda í söngferð til Vestmannaeyja í lok aprílmánaðar. Áætlað er að halda tónleika 1.maí n.k. kl. 17 í Kiwanishúsinu við Strandveg. Vonast hópurinn eftir að sem flestir áheyrendur mæti en hópurinn hefur æft stíft í vetur með þetta markmið í huga. Fjórir hljóðfæraleikar leika undir söngnum.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

24.3.2010 kl. 14:44

Styrktarkvöld ÍBV á Spot

Styrktarkvöld ÍBV á Spot
Glæsilegur 5 rétta kvöldverður og skemmtun, miðvikudaginn 31. mars(daginn fyrir skírdag) á Spot í Kópavogi, þar sem Eyjastemmningin mun svífa yfir vötnum. Kokkar m.a. Grímur kokkur, Einsi Kaldi og Siggi í Turninum.

Fram koma ma: Páll Magnússon
Nánar http://ibvsport.is/forsida/

Hrefna Hilmisdóttir

14.3.2010 kl. 16:12

Krían mynd Páls Steingrímssonar

Páll Steingrímsson sýnir mynd sína Kríuna á föstudag 19. mars kl. 17 í sal 3 í Háskólabíói. Hann býður þeim sem hafa áhuga að koma og sjá myndina.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

9.3.2010 kl. 10:18

Þjóðlagahátíð

Reykjavík Folk Festival er alþýðu tónlistarhátíð sem hefst í Reykjavík miðvikudaginn 10. mars og stendur til 13.mars. Þarna koma fram margar skemmtilegar skemmtilegar hljómsveitir. Meðal þeirra eru Gísli Helgason og Co. sem leika á fimmtudagskvöld kl. 21 m.a lög úr Eyjum. Einnig koma fram Hrafnar sama kvöld kl. 23. Margir meðlimir þessara tveggja sveita eru Eyjamenn.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á skemmtilegri tónlist að mæta á Cafe Rosenberg og hlýða það sem upp á er boðið.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

2.3.2010 kl. 19:04

Eyjapistlarnir komnir á nýja blogsíðu

Heil og sæl. Langar að láta vita af því að allir Eyjapistlarnir eru nú komnir á blogsíðuna www.eyjapistill.blog.is
Þar eru hljóðskrár með öllum þáttunum og upplýsingar um hvern þátt fyrir sig. Auk þess er ýmislegt sem aldrei var útvarpað á sínum tíma.
Kær kveðja til ykkar allra.
Blokkflautuskáldið

Gísli Helgason

www.hljodbok.is

12.12.2009 kl. 23:28

Fyrir austan mána og vestan sól,,

Takk fyrir frábæran disk,allt svona gerir ekkert annað en "verma",ég átti því láni að fagna að komast í lúðrasveit Gaggans hjá Oddgeir heitnum,og æfingarnar voru haldnar í betri stofunni á Heiðarveginum,þvílíkt álag á heimilið,svo ekki sé meira sagt,ég held að frú Svava,kona Geira hafi haft stáltaugar, mér þætti gaman að sjá konur í dag,taka þetta inn á heimilið,en þarna uppgötvaði ég,unglingurinn,snilli þessa ágæta manns,sem þið eruð nú í dag að halda á lofti með þessum frábæra disk,takk fyrir mig kv þs

Þórarinn Sigurðsson

25.11.2009 kl. 19:45

Til hamingju með diskinn:)

Hlakka til að heyra sungin Eyjalögin góðu og ég syng örugglega með, dríf í að panta gripinn.
Það á ekki fyrir mér að liggja að komast á skemmtikvöld sem ég hef ætlað mér á hjá félaginu en vonandi hefst það fyrir rest.
Góðar kveðjur

Elísabet Ingvarsdóttir

Elísabet Ingvarsdóttir

15.11.2009 kl. 9:22

Til hamingju með diskinn !

Oft reikar hugur minn heim til eyja , þó langt sé orðið síðan ég flutti þaðan, má segja að formlega hafi ég flutt úr eyjum í desember 1973, þegar ég flutti með foreldrum mínum í Reynigrundina í Kópavogi , en í hjarta mínu hef ég sennilega aldrei flutt , því eins og einhver sagði "Römm er sú taug" sem í raun er undarlegt því æskustöðvarnar eru ekki lengur til. En minningarnar gleymast ekki þó að sumar séu orðnar þokukenndar af langri geymslu. Að setjast niður með nýja hljómdisk Átthagafélagsins er eins og andvari blási burtu þokunni af minningarsjóðnum og hugurinn reikar "Í æsku minnar spor "
Til hamingju kæru félagar.

Allan Ragnars.

4.10.2009 kl. 9:30

Afmælisfagnaður

Kæru félagar!
Það vantaði aðeins eitt atriði á veislugleði kvöldsins. Það var að þakka fyrir okkur. Ég var aðeins og sein að teigja mig í migrofóninn áður en allt var tekið úr sambandi. Sigurjón! mér leið eins og ég væri í stofunni heima hjá þér, þú varst flottur hússtjórnandi. Stjórnin hefur unnið frábært starf. Það er gott að vera í ÁTVR (bý í Kobbavogi). Hún lengi lifi - 4x HÚRRA fyrir stjórninni!!!!

Hrefna Hilmis

11.9.2009 kl. 10:05

;) hæ eyjafólk

ég flutti í borgina í fyrra. og var nú bara að spá í að skrá mig hérna, eru þig ekki vel virkir félagar annars;)

Sigríður Kolbrún Guðnadóttir

25.7.2009 kl. 19:34

Fjöruferð


Mikið var þetta frábær dagur í dag við Reykjanesvitann. Sölvaferðinn heppnaðist svona líka svakalega vel. ca 25 manns komu til að ´tína söl í frábæru veðri. Sérstakelga var gaman að sjá hvað unga fólkið fjölmennti og naut sín vel innan um "ævagamla" eyjamenn.
Hafið þökk fyrir samveruna og endurtökum þetta að ári.
kveðja
Baddý

Bjarney Magnúsdóttir

10.6.2009 kl. 13:19

ÍBV-Þróttur-upphitun

Upphitun fyrir leik Þróttar og ÍBV

Stuðningsmenn ÍBV ætla að koma sér í gírinn fyrir leik Þróttar og ÍBV n.k. sunnudag kl. 18 og hittast á Steak´n Play Grensásvegi, sem er í göngufæri við Valbjarnarvöll.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, mun sýna myndbrot úr undanförnum leikjum á risaskjá og gefa stuðningsmönnum smá innsýn í sitt starf.
Í leiknum mun ÍBV spila í nýjum varabúningum og verður hann kynntur af þessu tilefni.
Tækifærið verður notað til að sýna myndband með laginu "Slor og skítur" sem hefur verið endurgert með samstarfi leikmanna ÍBV og stórbandsins Hoffmann úr Eyjum.
Steak´n Play býður Eyjamenn sérstaklega velkomna og býður af því tilefni hamborgaratilboð, gos og öl fyrir svanga og þyrsta gesti.

Aðalatriðið er að Eyjamenn hittist, hafi gaman og njóti þess að styðja sitt lið !

Nú er bara að telja niður og verður mæting frá kl. 18 á sunnudag og verður leikurinn flautaður á kl. 20.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

28.5.2009 kl. 21:26

Ferðaklúbburinn Heimaklettur

það var gaman að hlusta á sönginn hjá ykkur.Við hérna í Eyjum erum með Ferðaklúbbinn Heimaklett
félagar í klúbbnum eru ornir 160 talsis ef að brottfluttir hafa áhuga á að ganga í klúbbinn hafið samb við Böðvar Reynisson. við gerum ýmislegt saman td. 19. júni förum við í útilegu í Galtalæk 2 Gústi, Ásu í Skógum tekur lagið ásamt félögum og grillað saman ef þið hafið áhuga á að koma með látið Gústa vita og endilega skoðið Heimasíðuna 123.is /ferðaklúburinn heimaklettur Kveðja Inda Marý

Inda Marý

18.5.2009 kl. 21:04

flottur söngur - setja link á facebook

Hæ hæ flottur söngur á heimasíðunni,er ekki möguleiki að setja upp link svo við Eyjamenn getum bætt þessu á facebookina okkar og auglýst diskinn þegar þar að kemur. Kveðja Gerða

Þorgerður Jóhannsdóttir

gerdugert.net

16.2.2009 kl. 19:45

Febrúarkveðja

Sæl öll. Bara að kasta kveðju og segja frá því að ég er búin að senda ÁTVR-linkinn inn á alla vestmannaeyjahópa á Facebook...svona til að vekja athygli á því sem er að gerast og reyna að veiða í sönghópinn líka. Vonandi verður góður árangur af því ;)
Kveðja Inga J.H.

Inga Jóna Hilmisdóttir

7.1.2009 kl. 12:55

Nýárskveðja!

Langar að óska ykkur öllum velfarnaðar á árinu sem hafið er, ennfremur að þakka liðnar samverustundir.

Allan Ragnars.

14.12.2008 kl. 18:26

Fagnið nú jóla helgri nátt - frábærir tónleikar

Áðan fór ég á stórgóða jólatónleika í Friðrikskapellu á Valsvellinum í Reykjavík. Þar flutti tónlistarhópurinn Mandal gamla jólasöngva aðallega við sálma séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts. Í hópnum eru þau Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum og Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Bára var einusinnni tónmenntakennari í Eyjum. Tónleikarnir, samspil þeirra og söngur var góður og í rauninni alveg frábær. Hópurinn verður í Landakirkju með tónleika 28. desember. Ég hvet alla sem geta að mæta þar. Gleðileg jól. Og vonandi færir næsta ár okkur gæfu og gengi.

Gísli Helgason

www.hljodbok.is

14.12.2008 kl. 18:16

Gísli Helgason

23.11.2008 kl. 23:03

Halló

Komið þið öll sæl og blessuð.

Er búin að vera að skoða síðuna.Mjög skemmtilegt að sjá myndirnar og hvað er að gerast í félaginu:O)

Eyjamenn eru flottastir! :O)

Bylgja Sjonna

8.11.2008 kl. 3:24

Hver þykir sinn fugl fagur.

Dáist og fyllist af stolti vegna þáttöku ykkar í kórnum.Sakna ykkar mikið og vonandi hittumst fljótt..
P.S. Hvernig var ballið með LOGUM á kringlunni ? myndir takk!

Hávarður Bernharðsson

30.10.2008 kl. 23:08

Utkall jólabók Óttars Sveinssonar um gosið

Nú er Óttar Sveinsson blaðamaður að senda frá sér 15. útkallsbókina. Þessi bók fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. Segir frá flóttanum og eftirköstum gossins fyrir marga. Þar kemur fram margt athyglisvert sem aldrei hefur komið fram opinberlega áður um líðan fólks í gosinu. Ég hljóðritaði bókina og ætla að gefa hana samtímis út á hljóðbók, hljóðskreytta. Bók Óttars er afar vel gerð og hana prýða margar fágætar myndir af gosinu. Mér finnst bókin athyglisverð og Óttar Sveinsson á mikinn heiður skilið fyrir þessa útkallsbók, sem kemur út í kringum 10. nóvember.

Gísli Helgason

www.hljodbok.is

27.9.2008 kl. 23:17

Sæl öll. Saknaði þess að mæta ekki síðast á söngæfinguna. Það var vara vesældómur og óþþarfa þreyta eftir mikla vinnu. Samþykki hér eftir dagsektir ef ég mæti ekki. Datt í hug að segja frá því að Nú er Óttar Sveinsson á loka sprettinum með nýja bók í tilefni 35 ára gosafmælisins. Bókin heitir Útkall og er um atburðina heima í Eyjum. Ég hef lesið yfir handritið og þetta er stórfínt. Ætla að gefa hana út á hljóðbók með viðeigandi hljóðskreytingum. Kærar kveðjur
Gísli

Gísli Helgason

www.hljodbok.is

15.9.2008 kl. 14:23

Til umhugsunar!

Ég kannast við svona ritstíflu, gestabók eða skilaboðaskjóða það er aftur á móti spurning, fyrir mína parta get ég ekki séð því neitt til fyrirstöðu að gestabókin sé notuð sem skilaboðaskjóða líka, kannski verður fólk duglegra að skrifa í hana. þetta gæti líka notast sem spjallvettvangur allavega svona í hófi, annars er það ekki mitt að ákveða svoleiðis hluti en möguleikinn er allavega fyrir hendi. Enda er þetta bara hugleiðing.
Bestu kveðjur til ykkar kæru félagar.

Allan Ragnarsson

http://www.flickr.com/photos/alliragg

27.8.2008 kl. 22:38

Bara að kasta kveðju

Sæl öll
Sá að Gísli hafði áhyggjur af ritstíflu í gestabókinni. Svo nú er ég búin að skrifa líka. Er enn mað kökk í hálsinum(þó á ég ekki ættingja í liðinu)... eftir að taka svona vel á móti silfurstrákunum okkar :) Hlakka til að koma á söngæfingu 18.sept.

Inga Jóna hilmisdóttir

27.8.2008 kl. 19:53

Þakka kærlega fyrir fyrsta tölvupóst sem mér berst frá atvr,póstfangið mitt virðist hafa tínst í kerfinu,en Sigurjón takk fyrir að setja mig inn nú get é filgst með. K.v. Brósi.

Sigurður G Benónýsson

27.8.2008 kl. 19:33

Núna er ég staddur í þeim stórskemmtilega bæ Accident í Merryland Bandaríkjum Norður-A meríku. Hér eigum við hús og hér er gott að vera og hér er frænka mín ein ásamt manni sínum með okkur og hann hengir upp myndir g ég horfi á. Hlakka til að hita ykkur í haust á æfingum. Ég hef áhyggjur af því að ég sé sá eini sem skrifa í þessa gestabók.
Kærar kveðjur

Gísli Helgason

www.hljodbok.is

7.7.2008 kl. 21:00

ný kominn af goshátíð

Ég er nýlega kominn af stórkostlegri goshátíð úti í Eyjum. Þetta var allt stórskemmtilegt og ánægjulegt. Við Hafsteinn Guðfinnsson, Þórólfur Guðnason og Herdís Hallvarðsdóttir spiluðum í Höllinni í gær kl. 17 ásamt þeim Arnóri Hermannssyni og Helgu Jónsdóttur. Þetta var loka atriði goslokahátíðarinnar. Þá var opnað fyrir gamla eyjapistla á netinu á heimaslod.is. Gaman væri ef sú síða auk heimasíðu Vestmannaeyjabæjar væri jafn aðgengileg og þessi síða hér. En ég er sæll og glaður með þessa hátíð og heimsóknina heim til Eyja.
Kær kveðja
Gísli Helgason

gísli helgason

www.gislihelgason.blog.is

19.4.2008 kl. 21:43

þetta er mannbætandi

Heil og sæl. Þetta er önnur tilraun. Hin mistókst. Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir síðast á Geysi. Ég verð að játa að sjaldan hef ég skemmt mér einsog þarna uppfrá. Átti von á góðu, en ekki svona góðu. Við hljóðrituðum nokkur lög þarna uppfrá og er verið að vinna í upptökunum. Ég tek undir hvert einasta orð sem sagt hefur verið um heimasíðuna og alla, sem nefndir hafa verið. Eins og sum ykkar vita varð mér á að taka skó Arnar Ólafssonar frænda míns í misgripum. En eftir að hann skilaði skónum eru þeir miklu betri en áður, enda Örn einu númeri fótstærri en ég. Kær kveðja. Gísli Helgason

gísli helgason

www.hljodbok.is

14.4.2008 kl. 19:51

Flott síða hjá ykkur, gaman að skoða allar myndirnar ykkar, ég kannast við mörg andlit. Bestu kveðjur frá Vestmannaeyjum Kolbrún Eva Valla Snæ dóttir

Kolbrún Eva

13.4.2008 kl. 22:00

Flott síða

Til hamingju með nýju heimasíðuna kæru ÁtVR félagar. Þúsund þakkir til Guðnýjar formanns og hennar hjálparkokka fyrir að standa svona vel að verki. Ég var að skoða myndir af síðustu afrekum sönghópsins. Frábærar myndir þar af skemmtilegu fólki.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

10.4.2008 kl. 0:41

Einstakir félagar!

Sæl og blessuð öll, ætla fyrst að óska okkur til hamingju með nýja heimasíðu, þó sú gamla hafi verið góð og skemmtileg, held ég að þessi hafi upp á meira að bjóða, en við sjáum nú til með það.

Nú nýliðna helgi fórum við söngfélagarnir í ÁtVR í "æfingabúðir" að Hótel Geysi í Haukadal, frábær ferð í alla staði með söng og gleði, ekki skemmdi það fyrir að Gísli Helgason átti afmæli þennan dag, og gat ég ekki séð annað en hann hafi skemmt sér hið besta eins og við hin, en hann tjáir sig kannski um það sjálfur.
Hafsteinn Grétar hefur af nærgætni og lipurð náð að draga fram það sem við höfum og aðeins betur, ég vona að hann verði einhvern daginn eins stoltur of okkur og við erum af honum, en eins og hann segir sjálfur má lengi gott bæta.........!
Fyrir mína parta man ég ekki eftir öðrum eins skemmtunum og þessi félagsskapur hefur upplifað undanfarin ár, hver æfing er engri lík, ferðin til Särö í haust var stórkostleg og verður lengi í minnum höfð. Ferðirnar að Hótel Geysi undanfarin vor hafa bara verið þægilegir viðburðir með söng mat og drukk og ýmsum uppákomum.

Þau 3 ár sem ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera félagi í sönghópnum hef ég hlakkað til hverrar æfingar, ekki bara vegna þess að gaman er að syngja heldur að hitta þessar yndislegu manneskjur sem er þessi félagsskapur. Félagskapur er "ekkert" nema einstaklingar komi til, andi félagskapar fer eftir þeim manneskjum sem starfandi eru, kæru vinir ég á ekki til orð í huga mínu sem getur lýst þeim tilfinningum sem bærast í brjósti mér, því ætla ég að nota þetta lítilmótlega orð "einstök".....þið eruð einstakir félagar.

Allan Ragnarsson

9.4.2008 kl. 23:25

Til hamingju

innilega til hamingju með nýja heimasíðu sem býður upp á fleiri möguleika en sú gamla,td.Blogg og fl.Guðný Helga þetta er flott síða og til hamingju með hana.
Kv.Sjonni

Sjonni

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 40146
Samtals gestir: 2729
Tölur uppfærðar: 15.8.2022 03:30:27