Fréttabréf
Fréttabréf ÁtVR - Haustið 2021
strik


Ágætu félagar
 

Það ætlar að ganga erfiðlega að hefja starfið að nýju. Stjórn ÁtVR varbúin að skipuleggja aðventukvöld í Seljakirkju hjá Óla Jóa, 9. desember. Í ljósi fjölgandi Covid - 19 smita hefur stjórnin tekið ákvörðun um að fella niðuraðventukvöldið annað árið í röð.

 

Gísli Helgason og Árný Heiðarsdóttir

Gísli Helgason og Árný Heiðarsdóttir í góðum gírá aðventukvöldi ÁtVR

 
Eyjamessa og goskaffi

 Það er ekki ætlunin að gefast alveg upp fyrir veirunni ogstefnt er áEyjamessu sunnudaginn 23. janúar 2022 kl. 14:00. Að messu lokinni  verður goskaff meðtilheyrandi veitingum og fróðlegum erindum.

 Upplýsingar um messuna og goskaffið verða settar á Facebook síðu ÁtVR þegar nær dregur 23. janúar.

        Eyjamenn tóku vel undir í söng ífyrstu í Eyjamessu Seljakirkju og ÁtVR

Aðalfundur 2022

Aðalfundur ÁtVR verður haldinn 19. mars 2022, staðsetning og dagskrá verða auglýstsíðar.Gestir ígoskaffi eftir Eyjamessu nutu félagsskapar hvers annars

 
Félagsgjöld 2021

 Aðalfundur var ekki haldinn 2021 vegna samkomutakmarkana. Félagsgjöld eru ekki innheimtfyrir það ár þar sem starfsemin lá niðri.

 
Hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn

Breytt netföng eða heimilsföng:
 Á heimasíðu félagsins er tengill merktur"Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".
Þar geta félagar breytt og uppfærtupplýsingar um sig í félagaskránni.
Eins er hægt að senda tölvupóst áeyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breyttnetfang/heimilisfang.

Hér er hægt að fylgjast með starfseminni: Facebook-síða ÁtVR og VefsíðaÁtVR

 Það er von og trú stjórnarað aðstæður verði með þeim hætti árið 2022 að hægt verði að halda þá viðburði sem nú þegar hafaverið ákveðnir ásamt fleirum.

 

Fyrir hönd stjórnar ÁtVR, 

Guðrún Erlingsdóttir,formaður
strik

            Fréttabréf ÁtVR - Haustið 2020

strikMynd af Vestmannaeyjahöfn -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020

Fréttabréf ÁtVR haustið 2020Ágætu félagsmenn ÁtVR

 

 Í ljósi aðstæðna er erfitt að skipuleggja veturinn.

 

Stjórn ÁtVR hefur ákveðið að senda ekki út haustdagskrá heldur boðatil viðburða þegar færi gefst.

 

Eins og þið hafið tekið eftir hafa félagsgjöld ekkiverið rukkuð í ár, enda höfum við einungis náð að halda einnatburð það sem af er ári. Þegar við sprengdumutan af okkur húsnæðið í safnaðarheimiliSeljakirkju, í goskaffinu.

 

Allir stjórnarmenn ÁtVR eru tilbúnir að sitja áfram í stjórn þar tilhægt verður að boða til aðalfundar næsta vor, ef félagsmenn setjasig ekki á móti því.

 

Til þess að halda okkur í virkni væri gaman að fá sendar frá ykkurmyndir og eða myndbönd úr starfi liðinna ára. Hægt er að senda slíkt tilElíasar á netfangið: eyjarnar@gmail.com

 

Stjórn ÁtVR vill hafa öryggið í fyrirrúmien vonast til þess að hægt verði að koma á einhverjum viðburðum sem fyrst.

 

Njótið nú þess sem haustið hefur upp á að bjóða kæru félagar og sjáumsthress við fyrsta tækifæri.

 

 Stjórn ÁtVR

     Mynd af Heimaey -  Fréttabréf ÁtVR haust 2020   


Strik Fréttabréf ÁtVR vorið 2020 

strik


Kæru félagar hér kemur fréttabréf vorannar 2020.

 

Framundan eru skemmtilegir viðburðir, samvera, söngur og gleði. Stjórn ÁtVR er ánægð með viðtökur og mætingu félagsmanna á þá viðburði sem fram hafa farið og vonast eftir áframhaldandi góðri mætingu.

 

Starfið frá síðasta fréttabréfi:

 

Aðventukvöld í desember

Aðventukvöld ÁtVR var haldið í Seljakirkju 9.desember og mættu þangað um 100 manns. Aðventustundin var í senn hátíðleg, fræðandi og skemmtileg.

 

 Þórólfur Guðnason, Gísli Helgason og Hafsteinn Guðfinnsson

Við upphaf aðventustundarinnar tóku  Hafsteinn Guðfinnsson, Þórólfur Guðnason og Gísli Helgason á móti félagsmönnum ÁtVR og gestum með ljúfum nótum. Eyjaklerkurinn okkar og sóknarprestur í Seljakirkju, Ólafur Jóhann  Borgþórsson flutti hugvekju og fyrrverandi formaður ÁtVR Inga Jóna Hilmisdóttir, las jólaguðspjallið. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi á léttum nótum um innlenda og erlenda jólasiði.

Eyjamennirnir Hrefna Díana Viðarsdóttir og Sighvatur Jónsson kynntu heimildarmynd sem þau gerðu ásamt Geir Reynissyni um þrettándann og sýndu stiklur úr myndinni. En myndin var frumsýnd milli jóla og nýárs.

Hafsteinn, Þórólfur og Gísli spiluðu  í lokin undir samsöng áður en gestir gæddu sér á heitu kakói, smákökum og sætindum.

 

Eyjamessa og goskaffi

 

Í fyrsta sinn stóð ÁtVR fyrir sérstakri Eyjamessu á undan hefðbundu goskaffi í samstarfi við Ólaf Jóhann Borgþórsson, sóknarprest í Seljasókn.

Það er óhætt að segja að þetta fyrirkomulag hafi slegið í gegn. Stjórnin reiknaði með 80 til 100 manns í messuna 26. janúar sem hófst kl. 14.00.

 ÁtVR Gosmessa og kaffi 2020

Fljótlega upp úr kl. 13.00 tóku gestir að streyma að og sóttu 160 manns messuna og kaffið á eftir. Ólafur Jóhann fór á kostum í messuhaldinu, Hrefna Hilmisdóttir las ritningarlestur og kór Seljakirkju hafði æft eyjalög sem þau sungu í bland við hefðbundna messusálma.

Bjarni Karlsson, sá um predikun í messunni í forföllum eiginkonu sinnar Jónu Hrannar Bolladóttur, en þau hjón þjónuðu í Eyjum í sjö ár.  Óhætt er að segja að predikunin hafi kitlað hláturtaugarnar á sama tíma og hún kom við viðkvæma strengi.

Terta - ÁtVR Gosmessa og kaffi 2020

Seljakirkja gerði vel við messugesti með glæsilegu kaffihlaðborði.

 

Það var þröng á þingi í  goskaffinu sjálfu, þar sem búið var að dekka borð fyrir 100 manns, en með þolinmæði og samtakamætti fengu allir 160 gestirnir sæti, kaffi og meðlæti.

 

Helga Hinriksdóttir, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Vestmanna-eyjum eftir gos, flutti fróðlegt erindi um upplýsingaskort og aðbúnað eldri borgara á meðan á gosinu stóð og ástand þeirra við heimkomu.

 

Að erindi Helgu loknu ræddi  Guðrún Erlingsdóttir við Helgu, Bjarna Sighvatsson og Auróru Friðriksdóttur sem öll voru staðsett í Reykjavík þegar gosið hófst. Góður rómur var gerður að áhugaverðum sögum viðmælenda og einlægum svörum.

  Bjarni Sighvatsson og Auróra Friðriksdóttir ásamt Helgu Hinriksdóttur

Bjarni Sighvatsson og Auróra Friðriksdóttir ásamt Helgu Hinriksdóttur.

 

 ÁtVR Goskaffi 2020

Það sannaðist í goskaffinu að þröngt mega sáttir sitja og jafnvel standa

 

Framundan í starfinu:

 

Blítt og létt 14. mars  Frestað um óákveðinn tíma

 Blítt og létt tónlistarhópur frá Vestm.

Blítt og létt mætir aftur í Akógessalinn í Lágmúla 4, laugardaginn 14. mars. Fjörið hefst kl. 20.00 en húsið opnar klukkustund fyrr. Miðaverð er kr. 2000 og forsala fyrir félagsmenn ÁtVR verður í Akógessalnum á þriðju hæð milli 15 og 16 laugardaginn 14. mars.  Hverjum félagsmanni er heimilt að kaupa tvo miða í forsölu. Barinn verður opin um kvöldið með léttum veitingum á sanngjörnu verði.

 

Aðalfundur 19. apríl   Frestað um óákveðinn tíma

Aðalfundur verður haldinn 19. apríl kl 15:00 í safnaðarheimili Seljakirkju.

Fyrir utan venjuleg aðalfundastörf mun Sigurjón Guðmundsson, flytja erindið "Minningar um leikhús í Vestmannaeyjum" og Ragnar Jónsson á Látrum mun fjalla um spíramálið í Vestmannaeyjum, þegar níu manns létust í kringum þjóðhátíðina 1943, eftir að hafa drukkið tréspíritus.

 

Laus sæti í stjórn ÁtVR

Elías Stefánsson og Jóhanna Hermannsen sem gengt hafa gjaldkera og ritarastörfum munu ekki gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.


ÁtVR Aðalfundur

Væntanlega verður röðin ekki svona löng þegar félagsmenn ÁtVR bjóða sig fram til stjórnar.

 

Fimm eru kosnir í stjórn ÁtVR árlega. Stjórn vonast til þess að félagsmenn sýni áhuga og bjóði sig fram til stjórnarstarfa. Hægt er að senda skilaboð um áhuga í gegnum fésbókarsíðuna eða hafa samband við stjórnarmenn.

 

Forsala á Hálft í hvoru tónleikana

Á aðalfundinum 19. apríl gefst félagsmönnum ÁtVR kostur á að kaupa miða í forsölu á 3,500 kr.

 

Hálft í hvoru tónleikar 8. maí   Frestað um óákveðinn tíma

Hálft í hvoru


Áfram heldur fjörið, 8. maí verður hljómsveitin Hálft í hvoru með tónleika í Akogessalnum, á þriðju hæð að Lágmúla 4.

Hálft í hvoru er Eyjamönnum sem sóttu Mylluhól vel kunnir en nú eru 36 ár síðan þeir spiluðu fyrst á Mylluhól. Hálft í hvoru komu saman í fyrra í tilefni goslokahátíðar og héldu velheppnaða tónleika í Eldheimum fyrir fullu húsi en þar fluttu þeir m.a. goslokalagið 2019, ,,Við ætlum út í Eyjar" sem samið var af Inga Gunnari Jóhannssyni og finnskum vini hans.

Hálft í hvoru lofa miklu stuði enda segja þeir að stanslaust stuð hafi verið um hverja helgi þegar þeir spiluðu á Mylluhóli. Helstu söngperlur eyjanna verða fluttar af eyjamanninum, Gísla Helgasyni, Inga Gunnari Jóhannssyni, Eyjólfi Kristjánssyni og Örvari Aðalsteinssyni sem halda því fram að þar sem Eyjamenn komi saman sé ekkert nema hamingja.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 21.  Miðaverð er 3900 kr. við dyrnar en félagsmenn ÁtVR geta keypta miða í forölu á 3500 kr. á aðalfundi ÁtVR 19. apríl. Það má búast við miklu stuði á tónleikunum. Barinn verður opinn og áfengi, þ.e. bjór og léttvín verður selt á vægu verði, sem gæti nálgast Mylluhólsverðið að sögn meðlima Hálft í hvoru sem eru fullir tilhlökkunar að spila fyrir Eyjamenn.

 

Hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn:

 

Greiðsla á árgjaldi: Framvegis mun árgjald ÁtVR sem er 2000 kr. birtast í heimabanka félagsmanna. Þeir sem vilja fá gíróseðil í pósti eru vinsamlegast beðnir um að óska eftir því í tölvupósti á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

 

Breytt netföng eða heimilsföng: Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".   Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni. Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.

 

Stjórnin vonast til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur.

 

Hér er hægt að fylgjast með starfseminni: Facebook-síða ÁtVR og Vefsíða ÁtVR  

 

Fyrir hönd stjórnar ÁtVR

Guðrún Erlingsdóttir, formaður

Strik


Fréttabréf ÁtVR - Haustið 2019

Félagar ÁtVR á aðalfundi 2019

  Félagsmenn á aðalfundi í maí 2019

 

Kæru félagar,
fyrsta fréttabréfið frá því að ný stjórn tók við þann 9. apríl lítur nú dagsins ljós.

 

Stjórnina skipa nú, Elías Stefánsson, gjaldkeri, Guðrún Erlingsdóttir, formaður, Haukur Weihe, meðstjórnandi, Jóhanna Hermansen, ritari og Linda Kristín Ragnarsdóttir, meðstjórnandi.

Frá því að vorfréttabréfið var gefið út hefur þetta gerst í starfi ÁtVR:

 

25 ára afmæli fagnað

Í tilefni 25 ára afmælisins ÁtVR, var félagsmönnum boðið þann 9. mars til söngskemmtunar í Akógessalnum í Lágmúla. Blítt og létt hópurinn kom frá Eyjum og sungu 160 félagsmenn og gestir ÁtVR af hjartans list allt kvöldið.

 

Aðalfundur

Fundurinn var haldinn 9. apríl í Víkinni í Sjómannasafninu á Grandagarði. Á fundinum var samþykkt breyting á 5. gr. laga. Í stað þess að kjósa sjö stjórnarmenn og þrjá til vara eru nú kosnir fimm stjórnarmenn og engir varamenn. Úr stjórn gengu Inga Jóna Hilmisdóttir, Bergþóra Þórhallsdóttir, Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir og Sædís Birta Barkardóttir.

 

Inga Jóna, Jóhanna, Guðrún Kristín og Sædís á aðalfundi 2019

Inga Jóna, Jóhanna,Guðrún Kristín og Sædís á aðalfundi 2019.

 

Á aðalfundinum flutti Þuríður Bernódusdóttir kennd við Borgarhól, erindið, Eyjahjartað, þar sem hún fjallaði um bernskuna í Borgarhóli, umhverfið þar í kring, krakkana, vinkonur sínar og mannlífið í miðbæ Vestmannaeyja fyrir gos. Jóhanna Hermansen, sagði frá bókinni, Saga Knattspyrnufélagsins Týs eftir Birgi Þór Baldvinsson en Rútur Snorrason, frændi Birgis kom með 22 bækur sem fundarmenn máttu eiga.

 

Hálft í hvoru tónleikar

Til stóð að Hálft í hvoru yrði með tónleika í Ölveri í Glæsibæ í október en af óviðráðanlegum orsökum þurfti að fresta þeim. Hálft í hvoru hefur fullan hug á því að halda tónleika eftir áramót og mun ÁtVR auglýsa viðburðinn þegar þar að kemur.

 

Framundan í starfinu:

 

Aðventukvöld í desember

Að vanda verður aðventukvöld ÁtVR haldið í Seljakirkju 9. desember kl. 20.00.

Dagskrá:

 Jólahugvekja Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, eyjamanns og prests í Seljakirkju.

-   Jólaguðspjallið lesið af Ingu Jónu Hilmisdóttur.

 Innlendir og erlendir jólasiðir, erindi Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur, sagnfræðings á léttum nótum. 

-  Þrettándinn heimildarmynd, Sighvatur Jónsson, sýnir stiklu úr myndinni og fjallar um tilurð hennar.

Hafsteinn Guðfinnsson, Þórólfur Guðnason og Gísli Helgason sjá um tónlistarflutning á aðventukvöldinu eins og þeim einum er lagið.

-  Heitt á könnunni, kakó og konfekt og/eða smákökur í safnaðarheimilinu í lok dagskrár.

Smákökur

 

Eyjamessa og goskaffi í janúar

Goskaffið verður að þessu sinni 26. janúar í Safnaðarheimili Seljakirkju og hefst kl. 15. Á undan kaffinu kl. 14 verður sérstök Eyjamessa í umsjón Ólafs Jóhanns þar sem Jóna Hrönn Bolladóttir, predikar Jóna Hrönn er eyja-mönnum að góðu kunn en hún þjónaði sem prestur í Eyjum 1991 til 1997.

Í goskaffinu sjálfu eftir messu mun Helga Hinriksdóttir, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Vestmannaeyjum eftir gos, ræða líðan eldri borgara á meðan á gosinu stóð og ástand þeirra við heimkomu. Að Erindi Helgu loknu mun Guðrún Erlingsdóttir ræða við Bjarna Sighvatsson og Auróru Friðriksdóttur sem bæði bjuggu í Reykjavík þegar gosið hófst. Bjarni fór gosnóttina til Eyja til hjálparstarfa og Auróra stuttu síðar.

 

Blítt og létt hópurinn í mars

Söngur og gleði verða allsráðandi þegar Blítt og létt mætir aftur í  Akógessalinn í Lágmúla þann 14. mars þar sem allir syngja með og tralla, hver með sínu nefi.

 

Aðalfundur

Ekki er búið að dagsetja aðalfundinn næsta vor. Fyrir utan venjuleg aðalfundastörf mun Sigurjón Guðmundsson, flytja erindið "Minningar um leikhús í Vestmannaeyjum" og hugsanlega líta fleiri atriði dagsins ljós þegar nær dregur.

 

Hagnýtar upplýsingar:

 

Greiðsla á árgjaldiFramvegis mun árgjald ÁtVR sem er 2000 kr. birtast í heimabanka félagsmanna. Þeir sem vilja fá gíróseðil í pósti eru vinsamlegast beðnir um að óska eftir því í tölvupósti á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

 

Breytt netföng eða heimilsföng: Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breytaskráningu".   Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni. Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.

 

Stjórnin vonast til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur.

 

Hér er hægt að fylgjast með starfseminni: Facebook-síðaÁtVR og Vefsíða ÁtVR  

Fyrir hönd stjórnar ÁtVR

         GuðrúnErlingsdóttir, formaður  


 

strik


Fréttabréf ÁtVR vorið 2019


Kæru félagsmenn Á.t.V.R.   
Bryggjupolli mynd Inga Jóna Hilmisdóttir

 

Aðventukvöld.

Aðventukvöld átthagafélagsinsvar að venju haldið í Seljakirkju fimmtudaginn 6. desember. Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur tók vel á móti okkur

á sinn einstaka og glaðværahátt. 

Bergþóra Þórhallsdóttirrifjaði upp æskuminningar tengdar jólahátíðinni í Vestmannaeyjum.

Gísli Steingrímsson kynnti bók sína Níu líf sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman og las hann upp úr bókinni fyrir gesti.

Gísli Helgason, ÞórólfurGuðnason og Herdís Hallvarðsdóttir stjórnuðu og spiluðuundir samsöng og á eftir var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Þetta þóttieinstaklega vel heppnað og skemmtilegt kvöld.

 

Goskaffi.

Þann 27.janúar var Goskaffið drukkið á Restaurant Reykjavík. Guðrún Erlingsdóttir, eyjakona og blaðamaðurfjallaði hún um "Líf og líðan í eldgosi".  Ræddihún um líf og líðan íbúa í Vestmannaeyjum í eldgosinu 1973, upplifanir íbúa ogþau áföll sem þeir urðu fyrir.

 

Framundan:

 

Blítt og létt afmælisfagnaður.

Félagiðvarð 25 ára 13. febrúar síðast liðinn og af því tilefni varákveðið að slá upp skemmtikvöldi. Blítt og létt hópurinnfrá Vestmannaeyjum mun skemmta félagsmönnum og öðrum í Akógessalnum í Lágmúla laugardaginn 9. mars næst komandi.Fyrirhugað er að húsið opni kl. 20 og að hópurinn muni komafram kl.21 og spila og syngja með okkur til kl. 23. Húsið verður síðan opiðtil miðnættis.
Við hvetjum ykkur til að mætameð söngröddina og taka þátt íþessari afmælisskemmtun að hætti okkar Eyjamanna.

Félagsmenn sem greitt hafafélagsgjöld fá frítt inn á þennan afmælisfagnað en aðrir gestir greiða 1000 kr.

Á staðnum verður opinn bar þar sem seldur verður bjór, léttvín og gos á sanngjörnu verði.


ATHUGIÐ:Takmarkaður fjöldi sæta. Fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Aðalfundur.

Aðalfundur átthagafélagsins verðurhaldinn sunnudaginn 7. apríl kl. 14:00 í Víkinni,sjóminjasafninu Grandagarði 8, 101-Reykjavík. Salurinn á efrihæð og heitir Hornsílið. Lyfta er í húsinu.

 

Dagskrá:

 

  Skýrslastjórnar.

  Skýrslagjaldkera.

  Tillaga aðbreytingu á lögum félagsins (sjá neðar um breytingu á fjölda stjórnarmanna).

  Kosning stjórnar.

  Önnur mál.

 

Tillaga að breytingu á lögum félagsins felur í sér fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm.  þ.e. úr fimm stjórnarmönnum og tveimur meðstjórnendum/varamönnum í Þrjá stjórnarmenn ogtvo meðstjórnendur/varamenn.

Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sértil stjórnarstarfa eru beðnir að senda netpóst um það á netfangið eyjarnar@gmail.com.

 

Stjórn átthagafélagsins óskar eftir hugmyndumfélagsmanna um það í hvað þeir vilja nýta félagið sitt. Hugmyndirmá senda á netfang félagsins; eyjarnar@gmail.com

 

Árgjald.

Árgjaldið birtist í heimabanka félagsmanna en Þeir sem vilja fá sendan gíróseðil í pósti eruvinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eðahafa samband við einhvern stjórnarmeðlima, sjá upplýsingar um stjórnarmeðlimi áheimasíðu félagsins; http://atvreyjar.123.is/page/32428/

 

Breytt netföng eða heimilsföng. 

Á heimasíðu félagsinser tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eðabreyta skráningu".

Í þeim tengli geta félagar einnig breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.

 

Alltaf er hægtað senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eðahafa samband við stjórnarmeðlimitil að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.

Við vonumst við til aðsjá sem flesta á uppákomum félagsinsí vetur og minnum um leið á heimasíðuna VefsíðaÁtVRog fésbókarsíðunaokkar Facebook-síða ÁtVR þar sem hægter að fylgjast með starfseminni hverju sinni.

           

Bestu Eyjakveðjur.

F.h. stjórnarÁ.t.V.R

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaðurStrik

Fréttabréf ÁtVR haustið 2018


Fréttabréf ÁtVR haustið 2018

Reykjavík 12.11.2018

 

Kæru félagsmenn Á.t.V.R.

Síðasti aðalfundurfélagsins var haldinn 15. apríl 2018  í Kópavogsskólavið Digranesveg. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti  Ólafur Sæmundsson erindi: Ólafur Sæmundsson, sögumaður aðvestan, með sterka tengingu við Eyjar. Hann sagði frá afa sínum og ömmu; presthjónunum á Ofanleiti, séra Halldóri Kolbeins og frú Láru.

Regína Ósk Óðinsdóttir söng nokkur lög og Anton Rafn Gunnarsson lék með á gítar.

Gunnhildur Hrólfsdóttir var einnig á staðnum með bók sína "Þær þráðinn spunnu" fundargestum til kynningar og sölu.

Vetrarstarf félagsins veturinn 2018-2019

Aðventukvöld: Fimmtudaginn 6. desember kl.20:00 í Seljakirkju. Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur tekur þar á móti okkur eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Bergþóra Þórhallsdóttir segir frá æskuminningum sínum tengd jólum í Vestmannaeyjum.

Gísli Helgason, Þórólfur Guðnason og Herdís Hallvarðsdóttir stjórna og spila undir samsöng

Á eftir munum við svo vonandi eiga góða spjallstund saman í safnaðarheimilinu og gæða okkur á heitu súkkulaði/kakói og smákökum.

Goskaffi: Sunnudaginn 27.janúar frá kl 14:30-17:00 í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2. Bílastæðahús er á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Ekið inn frá Mjóstræti. Ath. að þessu sinni er Goskaffið á annarri hæð hússins í "Gráa salnum". Því miður er ekki lyfta.

Gestum verður boðið upp á flatköku með hangikjöti og kökusneið á kr 1.650 á mann og kaffi verður á borðum.
"Líf og líðan í eldgosi". Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður ræðir líf og líðan íbúa í Vestmannaeyjum í eldgosinu 1973. Upplifanir íbúa og þau áföll sem þeir urðu fyrir.

Blítt og létt: Laugardaginn 9.mars 2019
er fyrirhugað að taka á móti sönghópnum Blítt og létt frá Vestmannaeyjum í Akógessalnum í Lágmúla. Takið daginn frá, en nánari auglýsing kemur síðar.

Aðalfundur átthagafélagsins verður auglýstur í næsta fréttabréfi.

Greiðsla á árgjaldi:

Árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

Breytt netföng eða heimilisföng: 

Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".

Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.

Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang. Einnig biðjum við félaga um að senda póst ef þeir vilja koma með hugmyndir að starfi félagsins. 

Við vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:

Facebook-síða ÁtVR            

Vefsíða ÁtVR

Við biðjumst velvirðingar á því hve fréttabréfið berst ykkur seint.

Bestu kveðjur.

Fyrir hönd stjórnar Á.t.V.R

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður

 


Strik

   

Fréttabréf ÁtVR vorið 2018 

  

 

Strik til aðgreiningar

 
Fréttabréf  ÁtVR 30. nóvember 2017           


Vestnmanneyjar - Mynd í fréttabréfi nóv. 2017

                                                                                                                                                                                                                                          

Reykjavík 30.10.2017

Kæru félagsmenn Á.t.V.R.

 Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 12. mars í Víkinni, Sjóminjasafninu, Grandagarði 8.
Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti  Bjartmar Guðlaugsson sögur úr bókinni sinni "Þannig týnist tíminn" og söng nokkur lög við góðar undirtektir fundargesta.

 

Fyrirlestraröð, sem flutt var á vormánuðum um Vestmannaeyjar á vegum U3A Reykjavík í samstarfi við ÁtVR var vel sótt og áhugaverð. Henni lauk með dagsferð til Vestmannaeyja í maí þar sem var m.a. farið á söguslóðir sem komu fyrir í fyrirlestrunum.


Vetrarstarf félagsins veturinn 2017-2018


Aðventukvöld: 

Þriðjudaginn 12.desember kl.20:00 í Seljakirkju

Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur tekur þar á móti okkur eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Gísli Pálsson frá Bólstað mun lesa upp úr bókinni sinni Fjallið sem yppti öxlum.

Njótum þess að eiga friðsæla jólastund og spjalla saman yfir góðum kaffisopa og konfekti í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Goskaffi:
Sunnudaginn 21.janúar kl.15:00
 í RestaurantReykjavík, Vesturgötu 2

Bílastæðahús er á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Ekið inn frá Mjóstræti.

Gestum verður boðið upp á flatköku með hangikjöti og kökusneið á kr 1600 og kaffi verður á borðum.
Við vekjum athygli ykkar á að þann 23. janúar n.k. verða liðin 45 ár frá Heimaeyjargosinu.

Dagskrá verður auglýst síðar.

 

Aðalfundur átthagafélagsins verður auglýstur í næsta fréttabréfi.

 

Greiðsla á árgjaldi:

árgjaldið mun birtast í heimabanka félagsmanna en þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

 

Breytt netföng eða heimilisföng: 

Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu".

Þar geta félagar breytt og uppfært upplýsingar um sig í félagaskránni.

Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang.

Við vonumst til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur og minnum um leið á heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:

Facebook-síða ÁtVR            

 

Bestu kveðjur.

Fyrir hönd stjórnar Á.t.V.R

Inga Jóna Hilmisdóttir, formaður

 strik


Fréttabréf ÁtVR 15.febrúar 2017.                   


Heimaey í vetrarbúningi.

 

 

Kæru félagar.

Aðventukvöld Átthagafélagsins var haldið í Seljakirkju 14.desember, þar sem séra Ólafur Jóhann Borgþórsson tók á móti okkur.  Jólaguðspjallið var lesið og einnig tvær jólasögur að vanda. Sönghópur Át.VR söng nokkur lög fyrir og með gestum.  Sönghópurinn hefur starfað í haust eftir aðhafa verið í hléi áv orönninni 2016 en því miður urðu mætingar fljótlega það dræmar að ekki virðast vera forsendur fyrir áframhaldandi starfi hópsins.

Goskaffið var haldið á Restaurant Reykjavík sunnudaginn 29.janúar og þangað mættu 75 manns. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fræddi gesti um eldgos,eldvirkni og jarðhræringar. Ingibergur Óskarsson verkefnisstjóri sagði fráverkefninu 1973, í bátana, skráningu upplýsinga hvernig fólk ferðaðist til lands gosnóttina.

 

Dagskrá félagsins framundan:

Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 12.mars nk. kl. 14:00 í kaffihúsinu Víkin í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8.

Auk hefðbundinna  aðalfundastarfaverðurdagskráin í tali og tónum.

Bjartmar Guðlaugsson les úr bókinni sinni "Þannig týnist tíminn" og syngur nokkur lög.

Kaffi verður á borðum, í boði félagsins og geta gestir keypt sér veitingar; flatkaka meðhangikjöti og rjómapönnukaka á kr 1000.

 

Fyrirlestraröð á vegum U3A um Vestmannaeyjar í mars, apríl og maí.

Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Á.t.V.R að taka þátt í þessu verkefni. U3AReykjavík,(University of the third age.) eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, eða árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér þekkingar og miðla af eins lengi og mögulegt er. Allir eru velkomnir á fyrirlestrana sem verða í Hæðagarði31,108-Reykjavík. Sími 5617797 netfang: u3areykjavik@u3a.is.  Inngangseyrir er kr.500

Dagskráin verður sem hér segir:

Þriðjudaginn 7.mars, kl.17.15: KarlGauti Hjaltason "Frá forneskju til framfara"

Þriðjudaginn 14.mars, kl.17.15: KáriBjarnason "Upphaf Vesturheimsferða"

Þriðjudaginn 25.apríl, kl.17.15: HelgaHallbergsdóttir/Hrefna Valdís Guðmundsdóttir "Lífið með náttúrunni í Eyjum, saga sex atorkukvenna á 20.öld

Laugardagurinn 13.maí: Dagsferð til Vestmannaeyja þar sem farið verður á sögufrægar slóðir útfrá efni fyrirlestranna. Því miður verður að takmarka fjölda þáttakenda í ferðinni heim til Eyja við 45 manns.

 

Greiðsla á árgjaldi: 
Framvegis mun árgjaldið birtast í heimabanka félagsmanna. Þeir sem vilja fá gíróseðil sendan í pósti eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com eða hafa samband við stjórnarmeðlimi.

Breytt netföng eða heimilsföng: 
Á heimasíðu félagsins er tengill merktur "Gerast félagi í ÁtVR eða breyta skráningu". Þar geta félagar breytt og uppfærtupplýsingar um sig í félagaskránni. Eins er hægt að senda tölvupóst á eyjarnar@gmail.com  og hafa samband við stjórnarmeðlimi til að tilkynna breytt netfang/heimilisfang. Að lokum vonumst við til að sjá sem flesta á uppákomum félagsins í vetur.

Við minnum á heimasíðuna og fésbókarsíðuna  okkar þar sem hægt er að fylgjast með starfseminni hverju sinni:  

Facebook-síða ÁtVR:

Vefsíða ÁtVR ;atvreyjar.123.is

 

Með kveðju.

Fyrir höndstjórnar ÁtVR

Inga JónaHilmisdóttir,formaður

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 190
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 28345
Samtals gestir: 1895
Tölur uppfærðar: 26.5.2022 03:31:16